Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 77
Wurtembergsalurinn
bauð mér sælgæti. Ég útskýrði fyrir honum að ég hefði ekki lyst á
því, þar sem munnurinn var, ef svo mætti segja, nokkurn veginn
sundurtugginn. Hann var hávaxinn og holdgrannur. Hann var ekki
ólíkur Philipp markgreifa - eða portretti því sem Baldung Grien
gerði af honum og hægt er að skoða í Múnchen - en ennþá myndar-
legri, andlitið sundurleitt, hnetubrúnt hár, augnaráðið blikandi fjör-
ugt. Hann stjakaði létt við mér og settist skyndilega hjá mér. Hann
horfði fast á mig.
„Seinecé,“ sagði hann, „Florent Seinecé.“
„Chenogne,“ svaraði ég, „Charles Chenogne."
„Þetta er nafn sem krunkar.“
„Ég skírði mig ekki sjálfur. Þitt nafn pípir.“
Hann tók handfylli af sælgæti upp úr vasa sínum, og jafnframt því
sem hann bauð mér aftur og sýndi mér ákveðinn sælgætið sem mér
fannst allt vera „beiskur brjóstsykur", sagði hann mér nafnið á
hverri tegund: ferskjuhlaup, sænskar völur, Lillemolar - afar fágætir
-, hollenskir Hopjes, karamellubjöllur . . . Nú var það ég sem gapti
furðu lostinn. Ég afþakkaði.
„Kanntu Pimpanípól, einn ég sit d stólf“ hvíslaði hann.
Ég kinkaði kolli.
„Ja hérna!“ sagði hann þegar ég var búinn að þrælast í gegnum
Pimpanípól. „Þetta er hreint stórkostlegt, ég hef rekist á sérfræðing í
barnasöngvum. Um árabil hef ég leitað að slíkum manni, sérfræðingi
í barnasöngvum!" Ég svaraði því til að ég hefði rekist á sérfræðing í
beiskum brjóstsykri. En Florent Seinecé var allur með hugann við
sjálfan sig; hann hafði um árabil reynt, endurtók hann, að finna
textann sem átti við laglínur sem hann var sífellt með á heilanum,
þegar hann fór í gönguferð, þegar hann dreymdi. Hann spurði mig
hver uppáhaldssöngurinn minn væri, hætti við, sagðist ætla að geta
upp á því. Hann sagði að barnasöngurinn leitaðist við að snúa aftur
ofan í kok hverrar manneskju hér á jörð, að við gleymdum helst því
lagi sem okkur svíður sárast undan, því lagi sem dillar okkur og ylj-
ar börnum best, eins konar hitapanna úr rauðum kopar, logandi
heit, með stutt skaft, loki með stjörnulaga götum, sem velgir rúmið
að vetrarlagi áður en gengið er til náða. Hann minntist á veturinn,
og þess vegna rifjaðist það upp fyrir mér. „Guð minn góður,“ uml-
aði ég í örvæntingu. Og ég söng:
67