Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 109
Hnúturinn óleysanlegi
húsbóndinn segir til að styrkja stöðu hans. Og allt hafði það gerst í
þessu eldhúsi sem einnig var anddyri, og það blakti á olíutýru og
vatnið með kálinu bullsauð svo það skvettist upp úr pottinum og á
kolaglóðina með óreglubundnu hvæsi eins og það væri að fyrirskipa
þögn. Þarna, í drungalegri birtunni og gufumekkinum, var auðvelt
að blossa upp í reiði og afneita heiminum, ef þetta var þá heimurinn.
En núna aftur á móti, í grænu skógarrjóðrinu þar sem þau höfðu
gert sér hvílu á burknunum og laufskrúð kastaníutrésins breiddist
yfir þau......
Einhver uggur fremur en löngun til að skoða nánar umhverfið,
sem heillaði hana meir en hún fékk við ráðið, kom Aróru til að opna
örlítið augun og líta á tréð. Laufkrónan sveigðist þétt og fersk og
blöðin líktust höndum sem opnuðust eins og þær vildu blessa yfir
þau. Á trénu voru aðeins þrjár risastórar greinar sem uxu út frá
dökkum bolnum og þegar hún renndi augunum lengra niður á við
sá hún sjón sem kom henni til að skjálfa. Artúr leit í sömu átt og
hún og þau urðu bæði sem lömuð og gátu ekki flúið því í bland við
óttann hafði gripið þau fát eða einskonar forvitni sem hélt aftur af
þeim. Límd við trjábolinn, eins og hún væri salamandra eða eitt-
hvert annað skógardýr, stóð kona og horfði á þau. Handan við tréð
lá stígur og á leið sinni eftir honum hafði hún rekið augun í þau og
staðnæmst til að virða þau fyrir sér. En þessi kona fyllti þau meiri
skelfingu en nokkurt skriðdýr skógarins: hún var höggormurinn í
Paradís, en hún hvatti ekki til að tína ávöxtinn heldur lýstu augu
hennar aldagamalli fordæmingu. Þetta var venjuleg námumanns-
kona, hún var ekki gömul en virtist útpískuð og slitin af oki áranna,
rytjuleg og grámygluleg eins og tuskuræksni; hörundið varð ekki
greint frá óhreinni bómullartreyjunni. Augun voru grá og daufleg
eins og slokknuð sál hennar. Konan horfði heimskulega á þau en
einnig ákærandi eins og hún hefði staðnæmst þarna til að horfa á
eitthvað sem ekki hefði sést í þúsund ár. Og við að sjá það yrði
henni á að hrópa: „Það var þá þetta. . .!“ Og þegar hún áttaði sig á
því með óbeit og ráðvilltri undrun gæti hún ekki annað en bölvað
því. Er hún hafði horft þegjandi á þau nokkrar sekúndur yppti hún
öxlum í fyrirlitningu og gekk áfram niður stíginn.
Þau föðmuðust eitt andartak eins og þau vildu hughreysta hvort
annað eftir þessa sýn, en þau reyndu ekki að losa sig undan henni;
99