Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 138
Tímarit Máls og menningar ir, er engin ástæða til að það gildi ekki um stafsetninguna, þegar hún er sam- ræmd. Eina deiluefnið er það hve mikið á að fyrna „samræmda stafsetningu", og má halda því fram að stundum hafi ver- ið gengið full langt í því. Hvaða ályktun er svo hægt að draga, áður en einhver fer að springa á þessu stafsetningar-limmi? Fyrst og fremst þá, að það er ekkert á móti því að gefa út fornbókmenntir með „nútímastafsetn- ingu“, svo framarlega sem öllum beyg- inga- og orðmyndum er haldið til haga. Þótt ýmis rök megi færa að því, að sú niðurröðun sagnanna sem höfð er í út- gáfu Svarts á hvítu sé heldur til lýta fyr- ir ritsafnið, þá er það jafnvíst að engin alþýðleg útgáfa verður verri fyrir það að vera með lögboðinni stafsetningu ís- lenska lýðveldisins. En hún verður heldur ekki hótinu betri fyrir það, - í því felst jafnvel ekki nokkur sparnaður á pappír. Það er því alrangt að mínum dómi að gera þetta stafsetningarmál að sáluhjálparatriði, eins og þá fyrst fái al- menningur aðgang að fornbókmennt- unum, þegar þær eru prentaðar með „nútímastafsetningu", eða nota það sem vopn í einhvers konar yfirlýstri eða óyf- irlýstri deilu: slíkt gerir ekki annað en ala á misskilningi og ruglingi þar sem fyrst og fremst er þörf á að eyða hvoru- tveggja. En sá tvískinnungur sem kemur fram í útgáfu Svarts á hvítu gagnvart þessu stafsetningarmáli og bent var á hér að framan talar sínu máli. Hann virðist reyndar ekki vera einangrað fyrirbæri og má kannske setja hann í samband við þá tilhneigingu útgefenda að taka kenn- ingum fyrri fræðimanna um aldur forn- sagnanna með miklum fyrirvara og gera þær jafnvel tortryggilegar (sbr. formála skýringaheftanna), en styðjast þó meira eða minna við þær í sambandi við ein- stakar sögur. I þessu hvorutveggja (og jafnvel líka í þeirri niðurröðun sagn- anna sem höfð er í útgáfunni eða valinu á Njálutexta) er fólgin einhvers konar viðleitni til uppgjörs við hefðbundna fílólógíu og til að fara aðrar leiðir. A því er tvímælalaust mikil þörf að gera upp „arfinn“ eftir fyrri fræðimenn, athuga hvað stenst í þeirra kenningum, hvað ber að leiðrétta og hverju hafna í ljósi nýrra rannsókna og viðhorfa, sem tölu- vert hafa breyst, og hlýtur slíkt endur- mat vitanlega að hafa áhrif á þær útgáf- ur sem sigla í kjölfarið. Gallinn við út- gáfu Svarts á hvítu er sá, eins og tvískinnungurinn ber vitni um, að við- fangsefnið er ekki tekið nógu föstum tökum: tilhneigingin er fyrir hendi en ekki er kafað til botns og gerður nógu skýr greinarmunur á því sem er hæpið og því sem stendur óhaggað í fyrri fræðum. Þetta er mikilvægt atriði, og því hef ég viljað verja nokkru rúmi til að ræða það, en hafa ber í huga, að þessar aðfinnslur snerta ekki nema ákveðna þætti útgáfunnar, kannske þá fyrst og fremst sem gera það að verkum að hún er einnig „menntamannaútgáfa", og draga ekki úr því almenna gildi hennar sem rakið var í upphafi, né gildi þess framtaks að reyna að glæða áhuga þjóðarinnar á þessum sígildu bók- menntum. Einar Már Jónsson 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.