Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 27
„Htegt felldi ég heim minn saman“
brotið blað í íslenskri ljóðhefð. Imbrudagar komu í beinu framhaldi og
þeim hefur ekki þótt ég taka nógu stór skref.
Kannski er alltaf erfitt að halda áfram eftir nýstárlega fyrstu bók, fólk
gerir kröfu um að fá eitthvað ennþá nýrra, eitthvað sem gengur enn lengra.
Og Imbrudagar ganga lengra en Dymbilvaka, ljóðin í Dymbilvöku eru
miklu bundnari og hefðbundnari að málfari. Mér finnst ég hafa stigið skref
áfram með Imbrudögum, sérstaklega fyrri hlutanum.
„I steindri þögn hinna þúsund langnættu ára“
Þú yrkir í býsna hátíðlegum stíl.
Já, ég hef alltaf notað þetta sterka mál. Það virðist vera einhvers konar
ástríða mín að láta orð og setningar hljóma.
Mér finnst hátíðleikinn mest áberandi í fyrstu tveim bókunum.
Það má líka segja að í „Vetrarmyndum úr lífi skálda“ í Sprekum á eldinn
sé nokkuð hástemmt orðalag oft á tíðum.
Er þetta lærður stíll að einhverju leytii
Nei, ég held ekki. Þetta er mjög eðlilegur stíll fyrir mig. Eg kann best við
ljóð sem eru ort á sterku máli í myndríkum stíl. I síðustu bókinni minni er
ég farinn ofan af þessum hástemmda ljóðstíl að mestu leyti, en það er eðli-
legt vegna þess að maður eldist og þá verður allt hversdagslegra. í þann
tíma var mikil spenna í mínu sálarlífi og það heyrði til að láta orðin hljóma.
En stundum finnst manni myndmálið óíslenskt, hvaðan kemur til dæmis
Ijónið inn í Ijóðin þín ?
Ætli það hafi ekki verið ljónslappadrífa þann dag? Og svo er eðlilegt að
stormurinn öskri eins og ljón - „öskur ljónsins var þess eina svar“. Mér
fannst þetta ágæt líking.
Maður sér líka stórborgir í fyrstu bókunum þínum - og ég velti talsvert
fyrir mér skógunum í Ijóðunum en ákvað eftir lestur ævisögunnar að hann
væn borgfirskur.
Eg hafði líka verið í Noregi og skógar hafa verið mitt yndi síðan ég var
barn í Borgarfirði.
Svo eru næturgalar, dýrlingar, hveitiakrar . . .
Já, þetta er afar óíslenskt eins og þú segir.
Eá þetta í tímanum að einhverju leyti? Það er engin íslensk sveit í Ijóðum
Sigfúsar Daðasonar eða sögum Thors Vilhjálmssonar á þessum tíma.
Heimurinn hafði opnast. Það er mín kenning um Stein Steinar að hann
væri, burtséð frá Einar Benediktssyni, fyrsti Islendingurinn sem orti með
allan heiminn í vitundinni. Áður voru íslensk skáld bundin við íslenska átt-
haga, náttúru, fossa og allt mögulegt. íslendingar skynjuðu ekki umheim-
ínn fyrr en á hernámsárunum. Þá ruddist heimurinn inn á íslenskt svið og
TMM II
17