Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 102
Tímarit Máls og menningar Umskiptin miklu sem svo lengi hafði verið beðið voru loks að eiga sér stað. Nú voru loft og vatn á Jörðinni. Og yfir nýfæddu bláu hafinu var Sólin - einnig lituð - að setjast, í gerólíkum og jafnvel enn ofsafengnari litum. Svo ég neyddist til að halda óskiljanlegum hrópum mínum áfram: „Hve Sólin er rauð, Ayl! Ayl! hve rauð!“ Nótt skall á. Meira að segja myrkrið var öðruvísi. Eg hljóp um í leit að Ayl, hrópandi út í bláinn, til að túlka það sem ég sá: „Stjörn- urnar eru gular, Ayl, Ayl!“ Eg fann hana hvorki þessa nótt né næturnar og dagana sem á eftir fylgdu. Allt um kring streymdu nýir litir stanslaust úr veröldinni, bleik ský söfnuðust saman í fjólubláa bólstra sem slepptu lausum gylltum eldingum; eftir óveður kynntu langir regnbogarnir áður þekkt litbrigði, í öllum mögulegum samsetningum. Og laufgrænan hóf feril sinn: mosi og burknar greru grænir í árdölum. Loksins var komið umhverfi sem hæfði fegurð Ayl; en hún var annars staðar. Og án hennar var öll þessi marglita dýrð mér einskis virði, kastað á glæ- Eg hljóp um allar jarðir, ég sá aftur hluti sem ég hafði aðeins þekkt gráa, og ég var ennþá dolfallinn yfir að eldurinn væri rauður, ísinn hvítur, himinninn blár, moldin brún, að rúbínar væru rúbínlit- ir, að tópasar væru á litinn eins og tópasar, og smaragðar smar- agðsgrænir. Og Ayl? Imyndunarafl mitt dugði ekki til að ég gæti gert mér í hugarlund hvernig hún myndi birtast mér. Eg fann einsteinungagarðinn, grænan af trjám og jurtum. í mal- andi uppsprettum syntu rauðir og bláir og gulir fiskar. Vinkonur Ayl voru enn á hlaupum um blettinn, kastandi glitrandi boltanum: en hvað þær voru breyttar! Ein var ljóshærð og hvít á hörund, önn- ur svarthærð og þeldökk, önnur dökkhærð með bleika húð, og enn ein með rautt hár og óteljandi, heillandi freknur. „Ayl!“ Hrópaði ég. „Hvar er hún? Hvar er Ayl? Hvernig lítur hún út? Af hverju er hún ekki með ykkur?“ Vinkonur hennar voru með rauðar varir, hvítar tennur, bleikar tungur og góma. Geirvörturnar voru líka bleikar. Augun voru him- inblá, kirsuberjasvört, hnotubrún og vínrauð. „Hvað . . . Ayl . . .“ svöruðu þær. „Hún er farin . . . við vitum ekki . . .“ og þær sneru sér aftur að leiknum. Eg reyndi að ímynda mér hár og hörund Ayl, í öllum mögulegum 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.