Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 35
„Htegt felldi ég heim minn saman“
í „Vetrarmyndum úr lífi skálda“ - „Vor ferð gegnum stormhvirfilþrumandi
pólmyrkrið senn á enda“ - er þetta ekki rómantík?
Jú, þetta minnir mest á Benedikt Gröndal. En oft finnst mér þú frekar
vera existensíalískur . . .
Það má orða það svo líka.
Er kannski beinn skyldleiki milli rómantíkur og tilvistarstefnuf Tilvistar-
vandinn er greinilega að plaga þig til dxmis í Ijóðinu „Engin tíðindi spyrj-
ast“ í Jarteiknum:
Hið eina sem vekur athygli þína
er að þú fellir skugga
(sem bendir til að þú sért viðstaddur
þó að þú vitir ekki hvað)
Óttinn við og efinn um að vera raunverulegur, vera alvöru manneskja,
kemur víðar fram.
Já, sama inntakið er í „Kopar“. En ég hef ekki lesið neitt um tilvistar-
stefnu, ég hef bara lesið skáldsögur Sartre, ekki heimspekiritin. En þetta lá í
tímanum upp úr styrjöldinni, efasemdirnar um tilgang mannsins og hlut-
verk hans, maður þurfti kannski ekki að lesa sér til, hver hugsandi maður
gat orðið sinn eiginn heimspekingur . . .
Það hefur ekki verið sagt um þig að þú sért heimspekilegt skáld, eins og
er oft sagt um skáldbróður þinn Sigfús Daðason, en mér finnst mikil heim-
speki í Ijóðum þínum.
Já, að því leyti að ég reyni að brjóta til mergjar þá tíma sem ég lifi. En ég
geri það bæði myndrænt, vitrænt og líka tilfinningalega.
„Neita að vera útlagar okkar sjálfra “
Stundum ertu pólitískt heimsósómaskáld. Um hvað ertu til dæmis að yrkja í
Ijóðinu „Jól“ í Jarteiknum?
Er það ekki bara um kaupsýslu? „Enn ríða þeir net sín og veiða launför-
ul augun á leið til annarra stjarna" - þetta er ósköp jarðlægt kvæði.
Jarðhegt! Á leið til annarra stjama!
Já, sko, fólkið horfir upp og gæti séð stjörnur ef það væri ekki veitt í
þessi net sem er búið að hengja yfir götuna, möskva af greni sem vagga yfir
fiskhyljum. I Noregi eru hengd grenimynstur á strengjum yfir götur fyrir
jólin og þegar maður horfir eftir götunni virðist þetta samhangandi þak.
Og fólkið sér ekkert upp fyrir það. Þess vegna frjósa guðsbarnaaugun föst
við múrin.
25