Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 131
Flosi til Ingjalds á Keldum samkvæmt
texta Reykjabókar og fleiri handrita:
„Þú hefur rofið sátt við oss“, en í einu
handriti stendur „þú hefur rofið eiða
við oss“, og þannig hefur Konráð setn-
inguna og útgáfa Svarts á hvítu eftir
honum. Þannig mætti lengi telja.
Þótt útgefendur Svarts á hvítu fari ná-
kvæmlega eftir texta Konráðs, víkja þeir
þó frá honum í einu atriði, eins og áður
var sagt. I einum flokki Njáluhandrita
er allmikið af vísum, sem ekki eru í öðr-
um handritum og fræðimenn telja að
séu viðbót í söguna. Þessar vísur eru
ekki í Möðruvallabók, en þær eru lang-
flestar í Reykjabók, þótt sumum hafi
greinilega verið bætt við síðar, úti á
spássíu eða á síðasta blað handritsins,
og tekur Konráð Gíslason þær allar
með í útgáfu sinni. Þessum vísum er
sleppt í útgáfu Svarts á hvítu, og þar
sem sögutextanum hefur verið breytt
þegar þeim var skotið inn, taka útgef-
endur þann kostinn að fara á þeim stöð-
um eftir útgáfu Einars Ólafs (sem hefur
vísurnar ekki í sjálfum sögutextanum en
birtir þær reyndar sem viðauka).
Ef hægt er að segja, að útgáfa Einars
Ólafs sé rökstudd blanda handrita og
útgáfa Konráðs órökstudd blanda (því
ekki er hægt að kalla smekk og máltil-
finningu ,,rök“) er útgáfa Svarts á hvítu
því blanda úr blöndu. Slík vinnubrögð
eru ótæk. Oft ber svo við að útgefendur
fornrita geta valið um fleiri handrit en
eitt til að byggja útgáfur sínar á (t.d. í
þessu tilviki Reykjabók og Möðruvalla-
bók), en þótt þeir hafi fullan rétt á að
velja handrit og síðan leiðrétta það þar
sem í því eru greinilegar villur (t.d. ef
ritari hefur ruglað saman Höskuldi og
Hrúti, af því að í forriti hans voru bæði
nöfnin skammstöfuð H.) hvílir sú
skylda á þeim að þeir búi í hendur les-
Umsagnir um bœkur
endum texta sem sé eins „upprunaleg-
ur“ og hægt er og hafi raunverulega
verið til á þeim tíma sem um ræðir. Eft-
ir þessu fara útgefendur yfirleitt nú á
dögum, þótt þessi regla sé ekki alltaf
orðuð skýrt. Mörgum kann að þykja
Njálutexti Konráðs fallegur og smekk-
legur, en gallinn við hann er sá, að hann
var aldrei til fyrr en Konráð setti hann
saman á 19. öld. Utgáfa Einars ÓI.
Sveinssonar hefur hins vegar þann kost,
að hún gefur sæmilega hugmynd um
eitt gamalt og vandað handrit Njáls
sögu og færir nútímalesendum texta,
sem fer nálægt þeim sem fyrstu kyn-
slóðir Njálu-lesenda gátu kynnst á fyrri
hluta 14. aldar. Þess vegna er að svo
stöddu rétt að taka útgáfu Einars Ólafs
fram yfir útgáfu Konráðs.
Með því er málið þó vitanlega ekki
útrætt. Sjálfsagt eru margar leiðréttingar
Einars Ólafs á texta Möðruvallabókar
nauðsynlegar því ekkert handrit er
villulaust, en ýmsir kynnu að ganga
lengra og halda því fram, að „rökstudd
blanda handrita" sé fyllilega réttmæt:
þegar samhljóða texti annarra handrita,
sem sjálfstætt gildi hafa, sýna hver
„frumtextinn“ var, eigi að víkja frá að-
alhandriti, því að á þann hátt megi fá
texta sem hefur raunverulega verið til
og er ennþá „upprunalegri". Með hand-
ritasamanburði sínum og þeirri ættar-
skrá handrita sem á honum byggist hef-
ur Einar Ólafur leitt að því rök hvernig
leiðrétta megi Njáluhandrit, og skyldu
menn því ætla að með því að hafa ættar-
skrána sem viðmiðun sé í mörgum til-
vikum auðvelt að meta gildi hinna ýmsu
lesafbrigða og finna hvað sé „uppruna-
legast". En þótt verk Einars Ólafs sé
hið merkasta og nauðsynlegur grund-
völlur allra frekari rannsókna á þessu
svið, er ættarskráin ekki annað en rök-
121