Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 131
Flosi til Ingjalds á Keldum samkvæmt texta Reykjabókar og fleiri handrita: „Þú hefur rofið sátt við oss“, en í einu handriti stendur „þú hefur rofið eiða við oss“, og þannig hefur Konráð setn- inguna og útgáfa Svarts á hvítu eftir honum. Þannig mætti lengi telja. Þótt útgefendur Svarts á hvítu fari ná- kvæmlega eftir texta Konráðs, víkja þeir þó frá honum í einu atriði, eins og áður var sagt. I einum flokki Njáluhandrita er allmikið af vísum, sem ekki eru í öðr- um handritum og fræðimenn telja að séu viðbót í söguna. Þessar vísur eru ekki í Möðruvallabók, en þær eru lang- flestar í Reykjabók, þótt sumum hafi greinilega verið bætt við síðar, úti á spássíu eða á síðasta blað handritsins, og tekur Konráð Gíslason þær allar með í útgáfu sinni. Þessum vísum er sleppt í útgáfu Svarts á hvítu, og þar sem sögutextanum hefur verið breytt þegar þeim var skotið inn, taka útgef- endur þann kostinn að fara á þeim stöð- um eftir útgáfu Einars Ólafs (sem hefur vísurnar ekki í sjálfum sögutextanum en birtir þær reyndar sem viðauka). Ef hægt er að segja, að útgáfa Einars Ólafs sé rökstudd blanda handrita og útgáfa Konráðs órökstudd blanda (því ekki er hægt að kalla smekk og máltil- finningu ,,rök“) er útgáfa Svarts á hvítu því blanda úr blöndu. Slík vinnubrögð eru ótæk. Oft ber svo við að útgefendur fornrita geta valið um fleiri handrit en eitt til að byggja útgáfur sínar á (t.d. í þessu tilviki Reykjabók og Möðruvalla- bók), en þótt þeir hafi fullan rétt á að velja handrit og síðan leiðrétta það þar sem í því eru greinilegar villur (t.d. ef ritari hefur ruglað saman Höskuldi og Hrúti, af því að í forriti hans voru bæði nöfnin skammstöfuð H.) hvílir sú skylda á þeim að þeir búi í hendur les- Umsagnir um bœkur endum texta sem sé eins „upprunaleg- ur“ og hægt er og hafi raunverulega verið til á þeim tíma sem um ræðir. Eft- ir þessu fara útgefendur yfirleitt nú á dögum, þótt þessi regla sé ekki alltaf orðuð skýrt. Mörgum kann að þykja Njálutexti Konráðs fallegur og smekk- legur, en gallinn við hann er sá, að hann var aldrei til fyrr en Konráð setti hann saman á 19. öld. Utgáfa Einars ÓI. Sveinssonar hefur hins vegar þann kost, að hún gefur sæmilega hugmynd um eitt gamalt og vandað handrit Njáls sögu og færir nútímalesendum texta, sem fer nálægt þeim sem fyrstu kyn- slóðir Njálu-lesenda gátu kynnst á fyrri hluta 14. aldar. Þess vegna er að svo stöddu rétt að taka útgáfu Einars Ólafs fram yfir útgáfu Konráðs. Með því er málið þó vitanlega ekki útrætt. Sjálfsagt eru margar leiðréttingar Einars Ólafs á texta Möðruvallabókar nauðsynlegar því ekkert handrit er villulaust, en ýmsir kynnu að ganga lengra og halda því fram, að „rökstudd blanda handrita" sé fyllilega réttmæt: þegar samhljóða texti annarra handrita, sem sjálfstætt gildi hafa, sýna hver „frumtextinn“ var, eigi að víkja frá að- alhandriti, því að á þann hátt megi fá texta sem hefur raunverulega verið til og er ennþá „upprunalegri". Með hand- ritasamanburði sínum og þeirri ættar- skrá handrita sem á honum byggist hef- ur Einar Ólafur leitt að því rök hvernig leiðrétta megi Njáluhandrit, og skyldu menn því ætla að með því að hafa ættar- skrána sem viðmiðun sé í mörgum til- vikum auðvelt að meta gildi hinna ýmsu lesafbrigða og finna hvað sé „uppruna- legast". En þótt verk Einars Ólafs sé hið merkasta og nauðsynlegur grund- völlur allra frekari rannsókna á þessu svið, er ættarskráin ekki annað en rök- 121
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.