Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 60
Tímarit Mdls og menningar tengsl séu mönnum gjarnan dulin. Kenningin segir aldrei einungis að svona gerist hlutirnir, heldur segir hún okkur líka hvað við eigum að gera, ef við viljum hafa áhrif á það hvernig hlutirnir gerast. Hagfræðikenningar eru skýrasta dæmið um þetta, enda stýra þær beinlínis ákvörðunum manna í efnahagsmálum. Kenningar í félagsfræði, sálarfræði og öðrum greinum fé- lagsvísinda hafa sambærileg áhrif: þær segja okkur allar hvað við eigum að gera til að breyta heiminum.5 Þannig eru þessi fræði farin að semja fyrir okkur söguna, en yfirleitt án þess að okkur sé það ljóst og án þess að um heilsteypta frásögn sé að ræða. Afleiðingin verður sú að við missum sjónar á allri sögulegri framvindu: í stað sögunnar, þar sem aðstæður manna, skapgerð, áform og athafnir tvinnast saman í skiljanlega heild blasir við okkur annarlegt samhengi félagslegra, efnahagslegra eða sálrænna afla sem þarf að beisla eða virkja eins og fallvötnin. Að ætla sér að losna undan hinu breytilega og afstæða gildismati sagn- fræðinnar og sögukennslunnar með því að fara út í vísindi félagslegra kerfa og afla er því ekki annað en misheppnuð flóttatilraun.6 Vandinn er eftir sem áður að verðmætin sem lögð eru til grundvallar í sögu geta verið og eru oft ólík og sagan sjálf ólík eða önnur eftir því. Og það setur svo málið í hnút að þessi gildi eru eða virðast undirstöðulaus, háð hverfulum geðþótta eða vafasömu mati. Hver segir að það sé þjóðin eða frelsið eða jafnréttið eða vísindin og tæknin sem skipti máli? Og hverju breytir það þó að hvert okkar hafi þessa trú eða skoðun á því hvað máli skiptir, ef engu traustu gildismati er til að dreifa? Er ekki ljóst að sagan og sögukennslan verða ekki annað en vígvöllur ólíkra skoðana eða réttara sagt vígvöllur þar sem slagurinn er þegar genginn yfir og engar skoðanir lengur uppistandandi? Hefur þá ekki tómhyggjan þegar sigrað og ekki annað að gera en sætta sig við það? Og er nokkur ástæða til að harma þetta, ef það er rétt sem tóm- hyggjan segir okkur að hinar dauðu skoðanir á því hvað máli skipti, t.d. þjóðin eða frelsið, hafi hvort sem er aldrei verið annað en hreinn tilbúning- ur og blekking? Tómhyggjan freistar okkar líka, því að hún býður upp á nýstárlegan kost. Úr því að ekkert skiptir í sjálfu sér máli þá getum við látið það skipta máli sem okkur sýnist hverju sinni; við erum óháð öllu gildismati og frjálst að skapa okkar eigin gildi, ef við kærum okkur um. Þannig réttir tóm- hyggjan okkur vopnin aftur upp í hendurnar. Við megum skoða söguna eins og okkur sýnist! Spurningin er þá sú hvernig við kærum okkur um að gera það. Hvaða gildi ættum við að leggja til grundvallar skoðunum okkar á sögunni og vali okkar á sögulegu efni? Nú er það að öllu leyti undir okk- ur sjálfum komið hvernig við svörum þessari spurningu, því að við höfum að því er virðist ekkert öruggt til að miða við. Það eru engin varanleg gildi 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.