Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 89
Minning um lífshljóm reglu á þessa óreiðu, eins og skáldsagan gerir, það er að gefa leiðarlýsingu, taka vissa stefnu. Dans hungangsflugunnar þjónar þeim tilgangi að segja hin- um býflugunum hvar hunangsríka blómabreiðu er að finna. Ef til vill er þetta hinn upphaflegi tilgangur listarinnar? Kannski er þetta svona einfalt eftir allt? F.R.: Tónlistartíminn er mestmegnis hugleiðing um franska 17du aldar tónskáldið Marin Marais. Hvers vegna valdir þú hann sem útgangspunkt? P.Q.: Einfaldlega vegna þess að mér finnst hann frábært tónskáld. Hann skrifaði afskaplega fagra og fjarræna tónlist. En fleira kemur til. Aðan sagði ég að tónskáld færu að semja eftir að þau fara í mútur til að ná aftur barns- röddinni. Það er algengt að skrifað sé fyrir sópranó. En að velja bassann og sellóið, eins og Marin Marais gerði, lægstu hljóðfærin sem til eru, var áhugavert fyrir mig til að láta reyna á tilgátu mína. Fá tónskáld hafa sýnt þá dirfsku að reyna að hemja karlmannsröddina, skrifa fyrir lága tóna ein- göngu. Hann reynir að ná rödd fullvaxins karlmanns, það er rödd sem tjáir tilfinningar einstaklings með kynhvöt. Marais skrifaði tónlist sem mörgum finnst vera sársaukafull og tregafull. En mér finnst hún afar falleg. F.R.: En hann var líka frábær hljóðfæraleikari, var það ekki? P.Q.: Hreint frábær. Hann ætlaði sér að verða svo góður að enginn myndi geta fetað í fótspor hans. Rétt eins og hann ætlaði með leik sínum að afmá múturnar um alla eilífð með snilld sinni. Marais var þannig ekki ólík- ur Munchhausen að ýmsu leyti! F.R.: La mue (þýðir í senn mútur og hamskipti) er mikilvægt orð í Tón- listartímanum, enda leikur þú þér mikið með hina tvöföldu merkingu orðs- ins. Verður góður listamaður ekki að vera gæddur hæfileikum snáksins? P.Q.: Ef vel á að vera verður rithöfundurinn að taka hamskiptum við hverja bók. Maður vonar að glíman við efnið og málið umbreyti manni smátt og smátt. Síðan vonar maður að bókin umbreyti lesandanum lítið eitt. Það er erfitt að vera sífellt að taka hamskiptum, en meðan maður er fær um það þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að kraftinn til sköpun- ar þverri. F.R.: Segðu mér eitthvað um orðið tréþil. P.Q.: Tréþil skiptu afar miklu máli í lífi Marin Marais, því að til er fræg saga af honum þar sem hann lá bak við tréþil og var að hlusta á kennarann sinn í óþökk hans. En fyrst við erum að tala um þil, þá liggur beint við að víkja aftur að börnunum. F.R.: Hvað áttu við? P.Q.: Til er á frönsku málshátturinn: „Eigi eru augnlok á eyrum.“ Þetta kann að hljóma hálf hjákátlega, en hugsum aðeins málið. Við getum haft stjórn á því sem við horfum á, en ekki því sem við heyrum. Við getum lok- 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.