Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Page 89
Minning um lífshljóm
reglu á þessa óreiðu, eins og skáldsagan gerir, það er að gefa leiðarlýsingu,
taka vissa stefnu. Dans hungangsflugunnar þjónar þeim tilgangi að segja hin-
um býflugunum hvar hunangsríka blómabreiðu er að finna. Ef til vill er
þetta hinn upphaflegi tilgangur listarinnar? Kannski er þetta svona einfalt
eftir allt?
F.R.: Tónlistartíminn er mestmegnis hugleiðing um franska 17du aldar
tónskáldið Marin Marais. Hvers vegna valdir þú hann sem útgangspunkt?
P.Q.: Einfaldlega vegna þess að mér finnst hann frábært tónskáld. Hann
skrifaði afskaplega fagra og fjarræna tónlist. En fleira kemur til. Aðan sagði
ég að tónskáld færu að semja eftir að þau fara í mútur til að ná aftur barns-
röddinni. Það er algengt að skrifað sé fyrir sópranó. En að velja bassann og
sellóið, eins og Marin Marais gerði, lægstu hljóðfærin sem til eru, var
áhugavert fyrir mig til að láta reyna á tilgátu mína. Fá tónskáld hafa sýnt þá
dirfsku að reyna að hemja karlmannsröddina, skrifa fyrir lága tóna ein-
göngu. Hann reynir að ná rödd fullvaxins karlmanns, það er rödd sem tjáir
tilfinningar einstaklings með kynhvöt. Marais skrifaði tónlist sem mörgum
finnst vera sársaukafull og tregafull. En mér finnst hún afar falleg.
F.R.: En hann var líka frábær hljóðfæraleikari, var það ekki?
P.Q.: Hreint frábær. Hann ætlaði sér að verða svo góður að enginn
myndi geta fetað í fótspor hans. Rétt eins og hann ætlaði með leik sínum að
afmá múturnar um alla eilífð með snilld sinni. Marais var þannig ekki ólík-
ur Munchhausen að ýmsu leyti!
F.R.: La mue (þýðir í senn mútur og hamskipti) er mikilvægt orð í Tón-
listartímanum, enda leikur þú þér mikið með hina tvöföldu merkingu orðs-
ins. Verður góður listamaður ekki að vera gæddur hæfileikum snáksins?
P.Q.: Ef vel á að vera verður rithöfundurinn að taka hamskiptum við
hverja bók. Maður vonar að glíman við efnið og málið umbreyti manni
smátt og smátt. Síðan vonar maður að bókin umbreyti lesandanum lítið
eitt. Það er erfitt að vera sífellt að taka hamskiptum, en meðan maður er
fær um það þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að kraftinn til sköpun-
ar þverri.
F.R.: Segðu mér eitthvað um orðið tréþil.
P.Q.: Tréþil skiptu afar miklu máli í lífi Marin Marais, því að til er fræg
saga af honum þar sem hann lá bak við tréþil og var að hlusta á kennarann
sinn í óþökk hans. En fyrst við erum að tala um þil, þá liggur beint við að
víkja aftur að börnunum.
F.R.: Hvað áttu við?
P.Q.: Til er á frönsku málshátturinn: „Eigi eru augnlok á eyrum.“ Þetta
kann að hljóma hálf hjákátlega, en hugsum aðeins málið. Við getum haft
stjórn á því sem við horfum á, en ekki því sem við heyrum. Við getum lok-
79