Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
skjálftinn og hraður hjartsláttur þeirra var eins og á því augnabliki er
ákvörðun þeirra var bundin fastmælum. Hin skelfilega sýn hafði
fært þeim hana aftur, einnig þau sögðu: „Það var þá þetta. . .! Þetta
er það sem við hötum, það sem við óttumst, það sem liggur í laun-
sátri bak við sérhvern trjábol, handan við hvert horn, en það skal
ekki ná okkur. . .“
Þau hlupu af stað öðru sinni án þess að skeyta um hve vegurinn lá
nærri byggð. Þau mættu engum vegna þess að þeir sem lögðu leið
sína út úr þorpinu til vinnu fóru í gagnstæða átt og fljótlega sáu þau
ána þar sem hún rann við rætur fjallsins með háum bökkum. Þar
niður frá stóðu rústir af brú sem hafði hrunið og náði út í mitt fljót-
ið, vatnið vatt sig utan um hana eins og silkiband, hespa af silki-
bandi; mjúklega með lágværum klið.
Þau fóru niður á brúna, þar hafði trjábolur verið lagður yfir stein-
ana og í skjóli við hann voru leifar af kulnuðu báli. Raki loftsins
vætti brúarrústirnar og brúskar af kóríander uxu milli steinanna.
Aðeins á þeim bletti þar sem mennirnir höfðu haft viðdvöl var allt
vaðandi í ösku og úrgangi, niðursuðudósum, beinum og pappírs-
rusli. Þau staðnæmdust ekki í þessu bráðabirgðaskýli en gengu fram
á steinbrúnina og hryllti ekki einu sinni við er þau sáu ofan í dökkan
og hreinan árbotninn. Þögul héldust þau í hendur; með því að
þrýsta þær örlítið samræmdu þau hreyfingar sínar eins og loftfim-
leikamenn sem leggja algerlega samtaka út í áhættusama líkams-
sveiflu. En áður en þau fleygðu sér fram af kom skyndilega nokkuð
upp í huga þeirra sem stöðvaði þau: þau höfðu ákveðið að hverfa
ekki óbundin í straumiðuna sem myndi skilja þau að. Artúr leitaði
klaufalega í vösum sínum eins og þeir væru þegar orðnir honum
óviðkomandi. Aróra tók utan um hálsinn á honum og lokaði augun-
um en hann brá snærinu nokkrum sinnum utan um mitti þeirra og
batt tvöfaldan hnút. Hann færði vangann frá andliti Aróru svo hann
sæi framan í hana, í hinsta sinn langaði hann til að horfa í augu
hennar en hann bað hana samt ekki um að opna þau heldur varð-
veitti fyrir hugskotssjónum hið orðlausa svar augna hennar í miðj-
um ástarleiknum sem veitti honum staðfestingu á karlmennsku
hans. Hann lyfti henni upp og bar hana ráðleysislega nokkur skref
þarna á brúninni. Yst á brúninni hallaði hann sér með henni yfir
hyldýpið og er þau misstu jafnvægið stukku þau út í samtímis. Þau
100