Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 59
Sagan og tómið kennslu gæti allt eins heitið „um markleysi sögukennslunnar". I stað þess að streitast við að úthýsa tómhyggjunni eða dulbúa hana með fallegum heitum á borð við markmið og tilgang eigum við að hleypa henni inn og leyfa henni að sýna sig eins og hún er. Þá gengi hún glottandi fram á sviðið og segði: „Hér er ég og ekkert skiptir máli, öll markmið ykkar mannanna, allar óskir ykkar um að hlutirnir þjóni tilgangi, hafi merkingu, séu til ein- hvers, séu gagnlegir, fallegir, góðir, allt er þetta vita marklaust hjal um marklausa hluti; sagan sjálf er ekki annað en saga þessarar markleysu sem þið mennirnir hamist í blindni við að reyna að botna í, saga sjálfsblekkinga ykkar og sjálfslyga. Sagan, hin eina sanna saga, er saga mín: ég er það sem allt ykkar líf frá upphafi vega til endaloka snýst um, allt annað er hégómi og hismi, öll viðleitni ykkar ekki annað en fálm í átt til mín.“ Svona myndi tómhyggjan tala. Og við þyrftum hvert fyrir sig og öll saman að finna leið eða leiðir til að svara henni. Spurningin er hvort til sé skynsamlegt hugmynda- eða skoðanakerfi sem við getum sameinast um að tefla fram gegn tómhyggjunni eða hvort við reynum hvert fyrir sig að svara henni eftir því sem okkur finnst við hæfi hverju sinni. Þriðji kosturinn er raunar sá að við látum tómhyggjunni eftir sviðið og förum að hugsa og ræða opinskátt undir merkjum hennar. Aður en við veltum þessum kostum nánar fyrir okkur skulum við veita því eftirtekt að viðbrögðin við tómhyggjunni hafa einatt verið á sömu bókina lærð. Menn hafa ætlað sér að kveða hana í kútinn með því að mikla upp til- tekin verðmæti á borð við þjóðina eða ríkið, frelsið eða jafnréttið, listirnar eða vísindin. Sagan hefur þá snúist um hetjurnar, sem allt hafa lagt í sölurnar fyrir þessi tilteknu gildi, og aðstæðurnar þar sem áform þeirra og athafnir öðlast merkingu. Og sagan hefur að sjálfsögðu orðið ólík eftir því hver gildin hafa verið og hverjar hetjurnar. Þetta afstæði sögunnar við tiltekin gildi og gildismat er mönnum löngu orðið ljóst og til að sigrast á því hafa sumir snúið sér að félagslegum kerfum á borð við hagkerfið og horfið frá at- burðarásinni og þar með frásögninni af einstaklingunum og athöfnum þeirra. Þessi lausn hefur þann stóra ókost að sagan gufar upp og í stað hennar koma vísindi kennd við hagfræði, félagsfræði, hópsálarfræði eða önnur fræði sem öll miða að því að komast að einhverjum grunnlögmálum um gerð eða gang sögunnar eða réttara sagt um það gangverk sem áform manna og athafnir spretta af og hafa áhrif á.4 Kenningin leysti frásögnina af hólmi. Tvennt gerir þessa þróun öldungis óraunhæfa. Hið fyrra er að allar kenningar um gangverk sögunnar byggja á frásögnum; veruleikinn sem gangverkið á að skýra er einungis kunnur í sögum, svo að það er ekki ann- að en hrapalleg tálsýn að halda að kenningin útrými frásögninni. Hið síðara er að kenningarnar eru ekki síður háðar gildum en frásagnirnar, þó að þau TMM IV 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.