Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 141
Hér stígur fram sú Steinunn sem fáir fara í fötin hennar hvað snertir orðaspil og myndfimi. Þessi sérkennilega frjó- semi orðanna sem allt með kossi vekur uns hversdagslegustu fyrirbæri stíga dans fyrir sjónum lesanda. Jafnvel öku- ferð yfir Hellisheiði breytist í skáld- skap; landslag og veður slást í för. Jafn hversdagsleg staðreynd og aka bíl verð- ur ljóðreynd. Það er þessi hæfileiki að endurheimta það sem kom fyrir, fram- kalla það í skáldskap og það sem var bara hjakk og suð í rauninni tútnar út eins og hvað heita þau þessi japönsku bréfblóm sem breiða úr sér þegar þau koma í vatn? Ef hinir bókarhlutarnir eru í ætt við tregaslag og dauða þá er þessi óður til gleði og sköpunar. Kirkjugarðurinn er að vísu mættur í góðu samræmi við ætt- armótið, en nú ekki vettvangur beðmála heldur verustaður þeirra sem hafa lokið göngunni. I kirkjugarði nefnum við ekki nöfn. Nóg er að vita. Undir þústunum öllum hvílir eitthvað sem eitt sinn var fólk. Það reyndi að fylla landið en landið er alltof stórt. I hrjóstrugum einingum. Skilin milli jarðar og himins þurrkast út jafnt í þoku sem ræðunni prestsins: í aflíðandi brekkum uppfrá beljandi fljótinu vakir hvíta húsið yfir sveitinni opnum gluggum á litinn einsog andrúmsloft dagsins. Konan í húsinu boðar guðsríki á jörð. Og Steinunn náttúrutilbeiðandi og ljósdýrkandi predikar sín fagnaðarer- indi: Umsagnir um bakur Folald í loftfimleikum á himnastiga. Folaldið er köttur með fax. Folaldið er dulbúinn engill með vængi úr hrosshári. Folaldið er grasbítur ljóssins og skugganna. Myndvísin og frjómagnið hengir allt saman, skilin hverfa milli himins og jarðar, dags og nætur, jarðríkis og himna og hversdagslegt bjargið breytist í himnastiga. Þar sem bjargið endar í efra tekur hvíta- þokan við. Nema bjargið nái til himins. Uppúr, alla leið. Skyldu fuglar eiga hreiður á klettasyllu í himnaríki. Klekjast út egg, honum til hægri hand- ar? Kríur í upphæðum. Ykkur til dýrðar er ljóðið. Litlu grapar. Þið goggið í hausa á englum og haldið þá mennska einsog menn. Megi þokunni ekki létta, megi bjargið rísa áfram, áfram og upp upp upp. Utlit og frágangur Kartöfluprinsess- unnar er til fyrirmyndar og bókin nautnaleg viðkomu. A kápu er málverk eftir Magnús Kjartansson, órætt eins og bókin: í grárri þráðabendu glittir í eitt- hvað sem gæti verið augu, konusköp, kartöflur. Ríkjandi litur er grár eins og í bókinni. Helst hallast ég að kartöflu- garði um vetur og eftir sitja í moldinni ljóðin sem ég skil ekki: 11, 14, 26, 32 - afstaða mín hér er eins og á málverka- sýningu þar sem ég hlýt að viðurkenna að ekkert er klaufalegt og áferðin hnökralaus en mig skortir forsendur til að láta þau varða mig. 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.02.1989)
https://timarit.is/issue/381159

Tengja á þessa síðu: 131
https://timarit.is/page/6297001

Tengja á þessa grein: Kartöflugarður um vetur.
https://timarit.is/gegnir/991005812959706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.02.1989)

Aðgerðir: