Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 141
Hér stígur fram sú Steinunn sem fáir
fara í fötin hennar hvað snertir orðaspil
og myndfimi. Þessi sérkennilega frjó-
semi orðanna sem allt með kossi vekur
uns hversdagslegustu fyrirbæri stíga
dans fyrir sjónum lesanda. Jafnvel öku-
ferð yfir Hellisheiði breytist í skáld-
skap; landslag og veður slást í för. Jafn
hversdagsleg staðreynd og aka bíl verð-
ur ljóðreynd. Það er þessi hæfileiki að
endurheimta það sem kom fyrir, fram-
kalla það í skáldskap og það sem var
bara hjakk og suð í rauninni tútnar út
eins og hvað heita þau þessi japönsku
bréfblóm sem breiða úr sér þegar þau
koma í vatn?
Ef hinir bókarhlutarnir eru í ætt við
tregaslag og dauða þá er þessi óður til
gleði og sköpunar. Kirkjugarðurinn er
að vísu mættur í góðu samræmi við ætt-
armótið, en nú ekki vettvangur beðmála
heldur verustaður þeirra sem hafa lokið
göngunni.
I kirkjugarði nefnum við ekki nöfn.
Nóg er að vita. Undir þústunum öllum
hvílir eitthvað sem eitt sinn var fólk.
Það reyndi að fylla landið
en landið er alltof stórt. I hrjóstrugum
einingum.
Skilin milli jarðar og himins þurrkast
út jafnt í þoku sem ræðunni prestsins:
í aflíðandi brekkum
uppfrá beljandi fljótinu
vakir hvíta húsið yfir sveitinni opnum
gluggum
á litinn einsog andrúmsloft dagsins.
Konan í húsinu
boðar guðsríki á jörð.
Og Steinunn náttúrutilbeiðandi og
ljósdýrkandi predikar sín fagnaðarer-
indi:
Umsagnir um bakur
Folald í loftfimleikum á himnastiga.
Folaldið er köttur
með fax. Folaldið er dulbúinn engill
með vængi úr
hrosshári. Folaldið er grasbítur ljóssins
og skugganna.
Myndvísin og frjómagnið hengir allt
saman, skilin hverfa milli himins og
jarðar, dags og nætur, jarðríkis og
himna og hversdagslegt bjargið breytist
í himnastiga.
Þar sem bjargið endar í efra tekur hvíta-
þokan við.
Nema bjargið nái til himins. Uppúr, alla
leið.
Skyldu fuglar eiga hreiður á klettasyllu í
himnaríki.
Klekjast út egg, honum til hægri hand-
ar?
Kríur í upphæðum. Ykkur til dýrðar er
ljóðið. Litlu
grapar. Þið goggið í hausa á englum og
haldið þá
mennska einsog menn.
Megi þokunni ekki létta, megi bjargið
rísa áfram, áfram
og upp upp upp.
Utlit og frágangur Kartöfluprinsess-
unnar er til fyrirmyndar og bókin
nautnaleg viðkomu. A kápu er málverk
eftir Magnús Kjartansson, órætt eins og
bókin: í grárri þráðabendu glittir í eitt-
hvað sem gæti verið augu, konusköp,
kartöflur. Ríkjandi litur er grár eins og í
bókinni. Helst hallast ég að kartöflu-
garði um vetur og eftir sitja í moldinni
ljóðin sem ég skil ekki: 11, 14, 26, 32 -
afstaða mín hér er eins og á málverka-
sýningu þar sem ég hlýt að viðurkenna
að ekkert er klaufalegt og áferðin
hnökralaus en mig skortir forsendur til
að láta þau varða mig.
131