Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Blaðsíða 72
Tímarit Máls og menningar
Rauðavatn og Harpa Harpa Sól í þvottabalanum er næstum því ekki
neitt. Ja, einhver yrði hissa í Harpa Harpa Sól. Svona hélt hann
áfram að velta vöngum, og hann fór í vasann og fann þar aðra spes-
íu, beit í hana, hún var úr gulli og hann fékk að borða á Hótel Borg.
Forsetakosningar voru nýafstaðnar, þeir túnfífillinn höfðu ekki
hugsað út í það. Jón Sigurðsson járnsmiður varð að dvelja fjögur ár í
mannheimum á meðan kjörtímabilið rann út. Og hann flæktist inn í
mannlífið, förum fljótt yfir sögu, og fann góða konu til að vinna
fyrir sér á meðan hann beið þess að kjörtímabilið liði. Þau giftu sig
og eignuðust fjöldann allan af börnum en það var fremur þröngt í
búi, Jón Sigurðsson keypti uppsláttarrit fyrir kaupið sem konan
vann sér inn með skúringum á Landsspítalanum. Loks gat hún talið
hann á að taka að sér næturvörslu. Öllum stundum og oft langt fram
á nætur sat Jón Sigurðsson við lesturinn og þegar hann las að vetrar-
brautin teldi 100 trilljón sólir og að allur alheimurinn teldi 100 trill-
jón vetrarbrautir sagði hann, ja, sei, sei, þetta þættu tíðindi í Harpa
Harpa Sól.
Jón Sigurðsson járnsmiður og konan leigðu lítið hús á horni
Frakkastígs og Grettisgötu. Sérhvern sunnudag fór hann í göngu-
ferð niður að sjó, hann horfði út á Esjuna og hristi höfuðið hissa.
Svo gekk hann aftur heim. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara
í framboð. I fjögur kjörtímabil hafði hann gengið upp og niður
Frakkastíginn að safna kjarki en nú sveigði hann skyndilega inn á
Laugaveginn og tók að heilsa fólki á báða bóga og fyrr en varði var
hann búinn að fá fimmtán hundruð stuðningsmenn og þegar heim
kom var húsið umvafið sjónvarpsmönnum.
Þetta var eins og í ævintýri og ári síðar var hann kosinn með yfir-
gnæfandi meirihluta atkvæða. Konan hans grét af gleði yfir því að
verða forsetafrú en börnin hans sem öll voru frekar svört yfirlitum
steinþögðu og stökk ekki bros. Þeim þótti ekkert til þess koma að
flytjast að Bessastöðum. Þau höfðu þótt fremur einræn og skrýtin í
leikskóla og ekki voru undarlegheitin sögð minni þegar þau uxu úr
grasi. Þau þjáðust af nærsýni og þurftu öll að nota sterkustu gerð af
gleraugum.
Okkur er það enn í fersku minni þegar Jón Sigurðsson sem eitt
sinn hafði verið járnsmiður flutti inn á Bessastaði með fallegu kon-
62