Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 72
Tímarit Máls og menningar Rauðavatn og Harpa Harpa Sól í þvottabalanum er næstum því ekki neitt. Ja, einhver yrði hissa í Harpa Harpa Sól. Svona hélt hann áfram að velta vöngum, og hann fór í vasann og fann þar aðra spes- íu, beit í hana, hún var úr gulli og hann fékk að borða á Hótel Borg. Forsetakosningar voru nýafstaðnar, þeir túnfífillinn höfðu ekki hugsað út í það. Jón Sigurðsson járnsmiður varð að dvelja fjögur ár í mannheimum á meðan kjörtímabilið rann út. Og hann flæktist inn í mannlífið, förum fljótt yfir sögu, og fann góða konu til að vinna fyrir sér á meðan hann beið þess að kjörtímabilið liði. Þau giftu sig og eignuðust fjöldann allan af börnum en það var fremur þröngt í búi, Jón Sigurðsson keypti uppsláttarrit fyrir kaupið sem konan vann sér inn með skúringum á Landsspítalanum. Loks gat hún talið hann á að taka að sér næturvörslu. Öllum stundum og oft langt fram á nætur sat Jón Sigurðsson við lesturinn og þegar hann las að vetrar- brautin teldi 100 trilljón sólir og að allur alheimurinn teldi 100 trill- jón vetrarbrautir sagði hann, ja, sei, sei, þetta þættu tíðindi í Harpa Harpa Sól. Jón Sigurðsson járnsmiður og konan leigðu lítið hús á horni Frakkastígs og Grettisgötu. Sérhvern sunnudag fór hann í göngu- ferð niður að sjó, hann horfði út á Esjuna og hristi höfuðið hissa. Svo gekk hann aftur heim. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara í framboð. I fjögur kjörtímabil hafði hann gengið upp og niður Frakkastíginn að safna kjarki en nú sveigði hann skyndilega inn á Laugaveginn og tók að heilsa fólki á báða bóga og fyrr en varði var hann búinn að fá fimmtán hundruð stuðningsmenn og þegar heim kom var húsið umvafið sjónvarpsmönnum. Þetta var eins og í ævintýri og ári síðar var hann kosinn með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Konan hans grét af gleði yfir því að verða forsetafrú en börnin hans sem öll voru frekar svört yfirlitum steinþögðu og stökk ekki bros. Þeim þótti ekkert til þess koma að flytjast að Bessastöðum. Þau höfðu þótt fremur einræn og skrýtin í leikskóla og ekki voru undarlegheitin sögð minni þegar þau uxu úr grasi. Þau þjáðust af nærsýni og þurftu öll að nota sterkustu gerð af gleraugum. Okkur er það enn í fersku minni þegar Jón Sigurðsson sem eitt sinn hafði verið járnsmiður flutti inn á Bessastaði með fallegu kon- 62
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.