Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Side 69
Harpa Harpa Sól horfði píreygur í kringum sig. Hlý golan bærði hvítt og liðað hár hans, ennið var hátt og göfugmannlegt, granstæðið mjúklega mótað og munnsvipurinn fríður, blá augun báru vott um festu og mildi, hann hélt á göngustaf gullbúnum, loks leit hann þangað sem honum fannst fýsilegast að horfa, járnsmiðnum brá svo mjög við að sjá að Rauðavatn var stærra en hann hafði haldið að Jón Sigurðsson hljóp niður í fjöruna og fékk sér þar sæti á steini. Þar sat hann lengi og lit- aðist um og eftir að hafa horft nægju sína, sagði hann, ja, ég hef sitt- hvað að segja blessuðum bræðrum mínum þegar ég kem heim til Harpa Harpa Sól. Hann sá stórar og skrýtnar köngulær bruna eftir veginum mann- anna og hafa hátt og hann gekk út á veginn og skaut fram gullbún- um göngustafnum. Þarna fóru vörubílar sem voru að flytja stórgrýti í uppfyllingu vegna stækkunar Skúlagötunnar. Vörubílstjórar eru oft einmana í starfi og þess vegna iðnir við að taka upp í puttaferðalanga. Sá fyrsti sem leið átti hjá stansaði strax. Jón Sigurðsson járnsmiður stóð á götunni eins og trjádrumbur og höfuðið tifaði á öxlunum eins og títt er hjá járnsmiðum, hann vissi ekki hvernig hann átti að bera sig að við að opna bílhurð. Svo horfði hann beint fram á veginn og bjóst við að þramma við hliðina á köngulónni í bæinn. - Hva, hvað er þetta maður, kondu bara upp í bílinn, sagði vöru- bílstjórinn. Hann ýtti hurðinni upp á gátt Jóns Sigurðssonar megin, viltu ekki sitja með í bæinn. Jón Sigurðsson ætlaði að leggjast á fjóra fætur og skríða þannig upp í vörubílinn en til allrar hamingju sá hann puttaferðalang á gangi sem rétt í þessu stöðvaði bíl og lærði hvernig átti að bera sig að. Um leið og hann reyndi að stíga upp í færði hann vörubílinn úr stað með stórgrýtinu, því eins og allir vita eru járnsmiðir óhemju sterkir miðað við stærð, þá munar ekkert um að færa til litla steina sem verða á vegi þeirra, það er svipað og mað- ur velti við Þjóðleikhúsinu ef hann rækist óvart þar utan í. - Jarðskjálfti, hvíslaði vörubílstjórinn hrelldur og stökk út úr bílnum til að skoða hvort björgin hefðu haldist á pallinum. Eitt þeirra hafði dottið af og oltið út af veginum. - Ertu að flytja bleytt krækiberjafræ, spurði Jón Sigurðsson úr sínum dyrum. - Ha, ha, sagði vörubílstjórinn. - Kanntu annan betri. 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.