Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1989, Síða 115
Hnúturinn óleysanlegi djúpt inn í líkama hennar eins og það væri líkaminn en ekki þetta fljótandi hyldýpi sem væri að gleypa hann. Um síðir hreif vatnið þau burt úr þessum grýtta farvegi, varpaði þeim niður straumþungan foss og sökkti þeim á ný ofan í djúpan hyl með lygnum vatnsfleti. Þar voru þau í kafi lengur en síðustu kraftar þeirra leyfðu. Vilji þeirra stilltist og þau önduðu að sér vatn- inu sem flæddi inn í brjóst þeirra og rann eins og ísþráður eftir æð- unum. Það stóð aðeins augnablik, en áður en líf þeirra slokknaði til fulls þurrkaði kuldinn, sem breiddist um limi þeirra, burt alla þykkjuna úr huga þeirra og þau gleymdu baráttunni, eða öllu heldur hvarf hún þeim eins og þegar þorsta er slökkt. Þau gáfu sig á vald óviðráðanlegri uppgjöf og hugsun þeirra varð tær og skýr; alger eft- irgjöf þeirra sléttaði herpta vöðvana, handleggir þeirra og fætur krepptust ekki lengur í örvæntingaræði. Raunveruleg og lifandi ör- vænting þeirra hafði sent þau í fang öldunnar sem bar þau nú auð- sveip niður í djúp vatnsins, án þess þau hefðu verið sigruð né væru sigurvegarar í þeirri raun. Vissulega auðnaðist þeim ekki að komast undan bölvuninni sem þau höfðu óttast svo mjög. A nokkrum augnablikum hafði kvöl þeirra safnast í meiri hrylling en nokkur maður fær lifað á langri ævi en bandið var eftir sem áður óslitið og hnúturinn, sem var traustlega bundinn, hafði ekki losnað. Straumurinn gat ekki skilið þau að og því bárust þau niður í árós- inn þar sem öldurnar risu í birtu sjávarins og fiskinetin teygðu út dökka möskvana. Þau bárust án þess að nokkur sæi þau undir olíu- brákina sem þekur vatnið eins og regnbogalituð húð. Og þau bárust mitt á meðal lífsins og starfans ofan í hyldýpi ástar sinnar, niður í faðm hafsins. Rosa Chacel fæddist árið 1898 í Valladolid á Spáni. Hún fluttist ung til Madrid- ar og lagði stund á höggmyndalist. Fyrsta skáldsaga hennar kom út árið 1930. Tíu árum síðar flutti hún til Brasilíu og bjó síðan ýmist í Río de Janeiro eða Buenos Aires. Síðustu árin hefur hún einnig dvalið í Madrid. Rosa Chacel hef- ur gefið út nokkrar skáldsögur og ljóð og einnig smásögur sem hún safnaði saman í eina bók, Icada, Nevda, Diada, (1971), en þar er söguna Hnúturinn óleysanlegi að finna. Berglind Gunnarsdóttir þýddi 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.