Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 12
Tímarit Máls og menningar
Skáldskapur á sér engan innri eða æðri kjarna sem skilur hann frá samfélaginu;
sérkenni hans og máttur birtast í því hvernig hann tengist eða andæfir öðrum
táknkerfum sem hvert um sig býr að vissu merkingarsviði.
Greining skáldskapar felur því í sér afskipti af landamærum merkingarsviða
og þar held ég að hlutverk tungumálsins skipti miklu máli - m.a. þess vegna
lagði ég áherslu á málheim og orðræður skáldverka í Skírnisgrein minni. Það
kann að vera freistandi fyrir fræðimanninn að hverfa á vit annars merkingar-
sviðs í leit að „skýringum“ á hegðun skáldskaparins. Algengt er að líta á skáld-
sagnatexta sem gagnsæjan málheim og skýra atferli hans með sögulegri útlistun
á hinu félagslega baksviði. I stað þess að skyggnast um á landamærunum þar
sem deigla textans er og merkingin kviknar, hefur fræðimaðurinn þá komið sér
fyrir í landi „skýringanna". En eftir að hafa skipað skáldskapnum undir hina
sögulegu þekkingu getur hann lent í vandræðum með að réttlæta hann gagnvart
henni. I grein sinni segir Halldór Guðmundsson að í greiningu texta komi fyrr
eða síðar „að spurningunni um skýringar. Mér finnst rétt að leita þeirra í sam-
félagi og sögtt, þótt það hvarfli ekki að mér að innsti kjarni skáldskapar verði
þar með skýrður til fulls“ (198, mín skál).
En fræðimaðurinn getur bæði hampað hinum óræða kjarna skáldskaparins
og reitt fram ótal sögulegar skýringar á baksviði bókmenntaverka án þess að
sýna nokkurn tíma hvernig textinn orkar á lesandann; hvernig samræður þeirra
eru. Halldór bætir eftirfarandi orðum við:
Og góðar skýringar verða líka að tengjast formsköpun verksins. En almenn-
ur rammi boðskipta- og táknfræði er alltof víður fyrir einstök verk, þau
hringla bara í honum. Þetta er einsog að setja eina niðursuðudós í stóran gám
og ætla sér svo að ráða í innihald dósarinnar með því að lýsa gámnum. (198)
Ekki veit ég hvort þetta dósatal er sneið til mín, þótt svo megi álykta þar sem
ég styðst við sitthvað úr kenningum boðskipta- og táknfræðinga (t.d. Jiirgen
Habermas og Roland Barthes). Það geri ég hinsvegar í tengslum við greiningu á
umræddum þrem prósaverkum, þótt Halldór minnist hvergi beinum orðum á
þann meginhluta greinar minnar. Slíkar kenningar eru að sjálfsögðu einungis
greiningartæki þegar þeim er beitt við rannsókn á formsköpun verka. En eins
kann athugun á „félagslegu samhengi" eða „sögulegu baksviði" að vera lítið
annað en gámaflutningur með einstök skáldverk. Hið sögulega baksvið getur
vissulega nýst við greiningu texta, en það er undir sömu vinnubrögð selt og
önnur almenn þekking og kenningar.
Síðan held ég raunar að til þess að skilja hlut ýmissa bókmenntaverka, og þá
ekki síst módernískra verka, andspænis öðrum samfélagskerfum, þurfi að
gaumgæfa „neikvæði" í merkingarsköpun skáldskaparins, einmitt það hvernig
hann neitar oft að gefa nema „neikvæða" eða afbrigðilega speglun samkvæmt
274