Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 12
Tímarit Máls og menningar Skáldskapur á sér engan innri eða æðri kjarna sem skilur hann frá samfélaginu; sérkenni hans og máttur birtast í því hvernig hann tengist eða andæfir öðrum táknkerfum sem hvert um sig býr að vissu merkingarsviði. Greining skáldskapar felur því í sér afskipti af landamærum merkingarsviða og þar held ég að hlutverk tungumálsins skipti miklu máli - m.a. þess vegna lagði ég áherslu á málheim og orðræður skáldverka í Skírnisgrein minni. Það kann að vera freistandi fyrir fræðimanninn að hverfa á vit annars merkingar- sviðs í leit að „skýringum“ á hegðun skáldskaparins. Algengt er að líta á skáld- sagnatexta sem gagnsæjan málheim og skýra atferli hans með sögulegri útlistun á hinu félagslega baksviði. I stað þess að skyggnast um á landamærunum þar sem deigla textans er og merkingin kviknar, hefur fræðimaðurinn þá komið sér fyrir í landi „skýringanna". En eftir að hafa skipað skáldskapnum undir hina sögulegu þekkingu getur hann lent í vandræðum með að réttlæta hann gagnvart henni. I grein sinni segir Halldór Guðmundsson að í greiningu texta komi fyrr eða síðar „að spurningunni um skýringar. Mér finnst rétt að leita þeirra í sam- félagi og sögtt, þótt það hvarfli ekki að mér að innsti kjarni skáldskapar verði þar með skýrður til fulls“ (198, mín skál). En fræðimaðurinn getur bæði hampað hinum óræða kjarna skáldskaparins og reitt fram ótal sögulegar skýringar á baksviði bókmenntaverka án þess að sýna nokkurn tíma hvernig textinn orkar á lesandann; hvernig samræður þeirra eru. Halldór bætir eftirfarandi orðum við: Og góðar skýringar verða líka að tengjast formsköpun verksins. En almenn- ur rammi boðskipta- og táknfræði er alltof víður fyrir einstök verk, þau hringla bara í honum. Þetta er einsog að setja eina niðursuðudós í stóran gám og ætla sér svo að ráða í innihald dósarinnar með því að lýsa gámnum. (198) Ekki veit ég hvort þetta dósatal er sneið til mín, þótt svo megi álykta þar sem ég styðst við sitthvað úr kenningum boðskipta- og táknfræðinga (t.d. Jiirgen Habermas og Roland Barthes). Það geri ég hinsvegar í tengslum við greiningu á umræddum þrem prósaverkum, þótt Halldór minnist hvergi beinum orðum á þann meginhluta greinar minnar. Slíkar kenningar eru að sjálfsögðu einungis greiningartæki þegar þeim er beitt við rannsókn á formsköpun verka. En eins kann athugun á „félagslegu samhengi" eða „sögulegu baksviði" að vera lítið annað en gámaflutningur með einstök skáldverk. Hið sögulega baksvið getur vissulega nýst við greiningu texta, en það er undir sömu vinnubrögð selt og önnur almenn þekking og kenningar. Síðan held ég raunar að til þess að skilja hlut ýmissa bókmenntaverka, og þá ekki síst módernískra verka, andspænis öðrum samfélagskerfum, þurfi að gaumgæfa „neikvæði" í merkingarsköpun skáldskaparins, einmitt það hvernig hann neitar oft að gefa nema „neikvæða" eða afbrigðilega speglun samkvæmt 274
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.