Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar með helstu hugtök, þótt slík undirbygging þurfi oft ekki að leggja undir sig ýkja stóran hluta efnisins. Halldór bregst við gagnrýni minni á þessa leið: „Skilgreiningatrú hans sýnist haldast í hendur við vantrú hans á frásögn og fróðleik af empirísku tagi. Frem- ur en að skrifa „menningarbylting = bylting menningar" fannst mér skipta máli að segja í hverju byltingin var fólgin.“ Ekki veit ég hvort þetta er tilraun til að segja einhvers konar brandara; skelfing finnst mér hann þá tilþrifalítill. Skilgreining er ekki samasemmerki eða klifun; um það ætla ég ekki að fjölyrða. Halldór heldur áfram: „Frásögn er iðulega fróðlegri en skilgreining, hvað sem öðru líður“ (193). Vitanlega. Gott er að bókmenntafræðingar kunni að segja frá viðfangsefnum sínum á áhugaverðan hátt. En svar mitt liggur beint við: Skil- greining er iðulega fróðlegri en frásögn, hvað sem öðru líður. En það sem meira máli skiptir er að skilgreiningar geta vel verið liður í mikilvægri frásögn. Jafnframt birtast skilgreiningar iðulega sem tengiliðir almennra kenninga og þeirrar textagreiningar sem ráðist er í. Þetta sést til dæmis á því hvernig Hall- dór innleiðir karnival-hugtak Bakhtins í greiningu sína á Bréfi til Láru (Loks- ins, bls. 114-118). Hinsvegar fer fremur lítið fyrir textagreiningu í bók Halldórs, m.a.s. hvað varðar Vefarann sem er þó „útgangspunktur“ rannsóknanna. Ábrif er eitt þeirra hugtaka sem blómstruðu í bókmenntafræði 19. aldar, oft- ar en ekki í samlagi með ævisagna-aðferðum. Mikið kapp var lagt á að grafast fyrir um ætlun höfundarins þegar hann samdi tiltekið verk; vitnisburð um það má stundum finna í yfirlýsingum eða vangaveltum höfundanna sjálfra, t.d. í dagbókum. Einna hnýsilegastar þóttu vísbendingar um hvaða verk annarra höfunda hefðu verið höfundi ofarlega í huga er hann samdi bókina. Og þá hófst leitin að „áhrifum" þeim sem höfundurinn varð fyrir. Ferill höfundarins gat jafnvel að allmiklu leyti orðið áhrifa-þráður sem hann las sig eftir. A þessari öld hafa vaknað ýmsar efasemdir um slíkar áhrifa-rannsóknir sem og um áreiðanleika þess vitnisburðar sem kominn er frá höfundinum sjálfum. Það er til nokkuð sem heitir „ótti við áhrif“ og taka verður tillit til, einkum frá og með rómantísku stefnunni. Það er allsendis óvíst að höfundur fjölyrði um „áhrif“ þeirra sem hann laðast sterklega að - vegna þess að þeir ógna um leið frumleika hans. Og svo getur einnig verið að áhrifavaldarnir séu honum „neð- arlega" í huga, bældir eða ómeðvitaðir. Síðan er og til önnur hlið á þessu. Þegar Halldór Laxness segir tuttugu árum eftir að Vefarinn kemur út að heilu kafl- arnir í honum séu „en ren strindbergiade“ - en á þetta minnir Halldór Guð- mundsson í grein sinni (203) - er hann að birta mat sitt á eigin verki eftir tals- verð vatnaskil á ferlinum, en ekki að segja „sannleikann" um áhrif Strindbergs á Vefarann. Eftir að hafa samið sín stóru epísku verk, frá Sölku Völku til Is- landsklukkunnar, kýs hann að setja hinn óróasama Vefara í samband við höf- undargildi August Strindbergs. Slíkar umsagnir verða bókmenntafræðingar að meta sem vissa túlkun en ekki gleypa þær hráar. Eg gagnrýndi Halldór fyrir notkun áhrifa-hugtaksins og vitnaði m.a. í máls- 276
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.