Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 42
Tímarit Máls og menningar birtir bæði óstöðug og fölsk og erfitt að henda reiður á henni. Sama viðhorf kemur fram í því hvernig verkin eru byggð; formið er óstöðugt og opið. I lýsingum sínum útilokar hann heldur ekki hið hversdagslega og líkamlega, heldur rífur hann niður hefðbundna orðræðu bókmenntanna með því að nota óæðra eða óopinbert tungumál yfir æðri gildi en hefðbundið tungu- mál bókmenntanna þegar hann segir frá hinu hversdagslega og lága, sem á alls ekki heima í hefðbundnum ævisögum (eða öðrum bókmenntum). Með þessari aðferð brýtur hann niður fjöldann allan af viðteknum gildum, ekki aðeins skilgreiningar á því hvað eigi heima í bókmenntunum og hæfi þar, heldur einnig á því hvað bókmenntirnar séu. í texta íslenzks aðals og Ofvitans er þeirri hugmynd hafnað að hægt sé að skipa heiminum öllum í kerfi, þar er sýnt fram á margræðni athafna og orða og að útilokað er að gera lokaða heild úr jafn kaotísku fyrirbæri og mannsævinni. I verkunum birtist Þórbergur ungi ekki sem lokuð og kosm- ísk heild sem á sér afmarkaða sögu. Þvert á móti er sjálf hans kaos, efni og andi sem eru samslungin og óaðskiljanleg. Og saga þess er án takmarkana, án upphafs og endis og er í raun og veru engin saga heldur einfaldlega núið hverju sinni. Þessi verk eru því fremur frásagnir af veröldinni eins og hún birtist manninum en frásagnir af manninum eins og hann birtist veröldinni eins og hefðbundnar ævisögur. Viðmiðunin er ávallt hvernig Þórbergur ungi skynjar heiminn, ekki hvernig heimurinn skynjar hann. Og hann er hjálparvana í heiminum og á valdi hans, hann hefur sjálfur enga stjórn á að- stæðum sínum. Það verður því að líta svo á að ævisagan sé aðeins sýndarmarkmið sögu- mannsins, það er markmið sem í raun er engin tilraun gerð til að ná, reynd- ar þvert á móti, því eins og það er nauðsynlegt fyrir framvindu sögunnar að sögupersónan sé sífellt að slá á frest þeim markmiðum sem hún vill ná, er það tilveru textans nauðsyn að ganga fram hjá því sýndarmarkmiði að búa til hefðbundna ævisögu. Ef textinn reynir að stefna að þessu sýndarmark- miði er hann jafnframt að afneita sjálfum sér, því sem hann er að segja að öðru leyti. Eina valdið sem manninum er tiltækt í verkunum er vald sögumannsins, sem getur sagt það sem honum hentar, sýnt líf sitt eða hvað annað sem vera skal eftir eigin geðþótta. Orð og athöfn sem togast á í ýmsum myndum hjá sögupersónunni sameinast í verki sögumannsins. Það sem hann gerir með texta sínum er að draga upp heimsmynd sem hann sýnir fram á að stenst ekki, af því að hún er ofureinfölduð, sett upp af andstæðutvenndum sem alltaf verður að velja á milli og segja má að kristallist allar í einni mótsögn: anda og efni. Reyndarmarkmið sögumannsins virðist eftir öllum merkjum að dæma 304
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.