Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 129
sagan sé öðrum þræði draugasaga. Um það efni má t.d. vísa í frásögn um dans- leikinn á Víðavangi, sem er draugasaga í sígildum stíl. Nútímamaðurinn er klofinn og sundraður, útlínur hans eru óljósar - að minnsta kosti ef marka má módernískar bókmenntir. I Skuggaboxi sameinar Þórarinn ótal þjóðleg minni og þá ekki síst draugaminnið, módernískri pers- ónusköpun. Eitt mikilvægt atriði í sambandi við persónusköpunina er sú staðreynd að menn eiga sér mörg andlit eftir því í hvaða samhengi þeir birtast. Kort Kjögx kemur fram sem málvísindanemi og eilífðarstúdent gagnvart kennara sín- um í Haparanda, hann virðist sænskur málvísindamaður, bilaður á geði, þegar hann framkvæmir hina ódauðlegu skýlumerkingarrannsókn sína í Reykja- vík, sumir halda að hann sé pólskur njósnari eða pólskur drykkjumaður. Þegar við lesum skýlumerkingarritgerð Korts, sem er raunar dýrlegt skop um uppskrúfað fimbulfamb, virðist okkur hann vera vel heima í tákn- og form- gerðarfræðum. Þegar Kort birtist í gervi uppfinningamanns í leit að „litlaskatti" er hann býsna skoplegur. Líklega rugl- ast þeir saman í eitt í augum Hapa- randabúa, Pólverjinn Stateslaus feiti og Kort Kjögx, báðir ljótir og skrýtnir. Varðandi hin mörgu andlit nútíma- manns er eitt ótalið sem miklu skiptir í sögunni. Það er sú staðreynd að Kort deyr þegar hann fer frá Svíþjóð; á Is- landi er hann upp frá því aðeins aftur- ganga. Kort ríður sel heim til Islands að hætti Sæmundar fróða. Sæmundur hafði gleymt nafni sínu í Svartaskóla og nefndist þar Búft (sbr. Erindi, 52, 73); á sama hátt hefur Kort tekið upp annað nafn í sinni útlegð og heitir þar Kurt Person. Hér liggur hið dýpra inntak í þeirri staðreynd að maður sem dvelur langdvölum erlendis, fjarri heimahög- um, á æ örðugra með að tengja saman hina tvo heima sína. Fyrir Kort aftur- gengnum verður Svíþjóðardvölin að vondum draumi eða þá lífi fyrir þetta líf; líf hans tvö, annað með Svíum og hitt með frónskum ættingjum og vin- um, verða jafn ólík og lífið er dauðan- um. Og hljóta þá að rifjast upp orð Þórarins Eldjárns í viðtali fyrir margt löngu þegar hann fluttist sjálfur búferl- um heim frá Svíþjóð þar sem hann kall- ar Svíþjóðarárin glataðan tíma eða eitt- hvað á leið. Festingarnar á tungutann- burstanum „kostuðu mig raunar líf mitt hér í þessu landi,“ segir í Skuggaboxi (70) - landið er Svíþjóð. Stíll og stef Nú hefur einkum verið staldrað við persónusköpun í Skuggaboxi, en margt fleira er athugunar virði í bókinni. I henni kemur fram sem fyrr að Þórarinn er málhagur maður, stíllinn er marg- breytilegur, orðaforðinn litríkur. Hér má tilfæra nokkur skondin orð sem dæmi: díselgagg (=hljóð í díselbifreið), endurfinning (=„déja vu“), hugrek (hugur reikar, hann rekur), fjalhögg (=skurðbretti), að súma (zooma), heng- isfreyja (hengir upp fatnað á veitinga- stað), maskínuþorskur (=tölva), núþá- leg hallæristíska, gagnhannaður, að af- skála og margt fleira mætti telja. Sem dæmi um fjölbreytni stílsins má benda lesendum á ritgerð um skýlu- merkingu, sem fyrr var getið, en þar er fræðistíll í hávegum hafður. Þá eru nokkrar mataruppskriftir í bókinni (t.d. 43, 54), fréttir í dagblaðastíl (51) og orð- skýringar með blæ orðabókar (40, 41); 391
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.