Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 129
sagan sé öðrum þræði draugasaga. Um
það efni má t.d. vísa í frásögn um dans-
leikinn á Víðavangi, sem er draugasaga í
sígildum stíl.
Nútímamaðurinn er klofinn og
sundraður, útlínur hans eru óljósar - að
minnsta kosti ef marka má módernískar
bókmenntir. I Skuggaboxi sameinar
Þórarinn ótal þjóðleg minni og þá ekki
síst draugaminnið, módernískri pers-
ónusköpun.
Eitt mikilvægt atriði í sambandi við
persónusköpunina er sú staðreynd að
menn eiga sér mörg andlit eftir því í
hvaða samhengi þeir birtast. Kort
Kjögx kemur fram sem málvísindanemi
og eilífðarstúdent gagnvart kennara sín-
um í Haparanda, hann virðist sænskur
málvísindamaður, bilaður á geði, þegar
hann framkvæmir hina ódauðlegu
skýlumerkingarrannsókn sína í Reykja-
vík, sumir halda að hann sé pólskur
njósnari eða pólskur drykkjumaður.
Þegar við lesum skýlumerkingarritgerð
Korts, sem er raunar dýrlegt skop um
uppskrúfað fimbulfamb, virðist okkur
hann vera vel heima í tákn- og form-
gerðarfræðum. Þegar Kort birtist í gervi
uppfinningamanns í leit að „litlaskatti"
er hann býsna skoplegur. Líklega rugl-
ast þeir saman í eitt í augum Hapa-
randabúa, Pólverjinn Stateslaus feiti og
Kort Kjögx, báðir ljótir og skrýtnir.
Varðandi hin mörgu andlit nútíma-
manns er eitt ótalið sem miklu skiptir í
sögunni. Það er sú staðreynd að Kort
deyr þegar hann fer frá Svíþjóð; á Is-
landi er hann upp frá því aðeins aftur-
ganga. Kort ríður sel heim til Islands að
hætti Sæmundar fróða. Sæmundur hafði
gleymt nafni sínu í Svartaskóla og
nefndist þar Búft (sbr. Erindi, 52, 73); á
sama hátt hefur Kort tekið upp annað
nafn í sinni útlegð og heitir þar Kurt
Person. Hér liggur hið dýpra inntak í
þeirri staðreynd að maður sem dvelur
langdvölum erlendis, fjarri heimahög-
um, á æ örðugra með að tengja saman
hina tvo heima sína. Fyrir Kort aftur-
gengnum verður Svíþjóðardvölin að
vondum draumi eða þá lífi fyrir þetta
líf; líf hans tvö, annað með Svíum og
hitt með frónskum ættingjum og vin-
um, verða jafn ólík og lífið er dauðan-
um. Og hljóta þá að rifjast upp orð
Þórarins Eldjárns í viðtali fyrir margt
löngu þegar hann fluttist sjálfur búferl-
um heim frá Svíþjóð þar sem hann kall-
ar Svíþjóðarárin glataðan tíma eða eitt-
hvað á leið. Festingarnar á tungutann-
burstanum „kostuðu mig raunar líf mitt
hér í þessu landi,“ segir í Skuggaboxi
(70) - landið er Svíþjóð.
Stíll og stef
Nú hefur einkum verið staldrað við
persónusköpun í Skuggaboxi, en margt
fleira er athugunar virði í bókinni. I
henni kemur fram sem fyrr að Þórarinn
er málhagur maður, stíllinn er marg-
breytilegur, orðaforðinn litríkur. Hér
má tilfæra nokkur skondin orð sem
dæmi: díselgagg (=hljóð í díselbifreið),
endurfinning (=„déja vu“), hugrek
(hugur reikar, hann rekur), fjalhögg
(=skurðbretti), að súma (zooma), heng-
isfreyja (hengir upp fatnað á veitinga-
stað), maskínuþorskur (=tölva), núþá-
leg hallæristíska, gagnhannaður, að af-
skála og margt fleira mætti telja.
Sem dæmi um fjölbreytni stílsins má
benda lesendum á ritgerð um skýlu-
merkingu, sem fyrr var getið, en þar er
fræðistíll í hávegum hafður. Þá eru
nokkrar mataruppskriftir í bókinni (t.d.
43, 54), fréttir í dagblaðastíl (51) og orð-
skýringar með blæ orðabókar (40, 41);
391