Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 134
Tímarit Máls og menningar er bókin hugsuð sem hagnýtt leiðbein- ingarrit fyrir þá sem fást við að þýða. Að vísu er ekki hægt að fjalla um hag- nýtar þýðingar án þess að taka að ein- hverju leyti mið af fræðilegum vanga- veltum um hvað þýðingar eru, hvað merking er og hvað gerist þegar menn þýða, en einn aðalkostur bókarinnar er hversu vel höfundunum tekst að halda þýðingafræðilegum pælingum í skefjum og einbeita sér að því markmiði sínu að setja fram tiltölulega einfaldar og skýrar vinnureglur sem koma að notum við þýðingar. Um þýðingafræði þarf þá væntanlega að fjalla í öðrum bókum sem er ekki síður þörf á. I samræmi við markmið sitt reyna höfundar að þreifa sig áfram frá hinum smæstu einingum málsins til hinna stærstu, eða frá einstökum orðum til kafla og heilla verka, og draga jafnframt saman mikilvægustu atriðin á hverju stigi málsins. Þannig hefur lesandinn greiðan aðgang að þeim vandamálum sem fylgja því að þýða, og höfundar taka fjöldamörg dæmi, bæði úr hinum Norðurlandamálunum og úr ensku, þýsku og frönsku. Ekki síst dæmin gera það að verkum að bókin verður bráðskemmtileg af- lestrar. Þýðingarvillum svipar oft til brandara, til dæmis þegar mönnum verður á í messunni og nota orðin sem „líta eins út“, eða hina svonefndu fals- vini („krydsild“ á dönsku verður kryddsíld, einstæðar mæður verða „enestáende modre" á dönsku o.s.frv.). En þar að auki er mjög ánægjulegt að fara í gegnum öll dæmin og sjá hvernig höfundar hafa sjálfir vandað sig við þýðingu dæmanna. Ein villa í dönsk- unni á bls. 35 er sennilega prentvilla, eða varla gæti staðið í danskri kennslu- bók í dýrafræði „Gásene lægger sine æg i maj“! Þar að auki finnst mér höfundar ganga of langt í að þýða erlend nöfn. Til dæmis hafa mannanöfn einfaldlega enga merkingu sem hægt er að þýða og ]uan Carlos getur aldrei orðið Jóhann Karl. Þetta á að vísu ekki við um mannanöfn í skáldsögum, sem verður stundum að þýða vegna þess að þau hafa tákræna merkingu. Nú er ekki auðvelt að skera úr um hvað er rétt og hvað er rangt þegar ís- lenska á í hlut, og höfundar fara þá leið sem er að mínu mati miklu „réttari", að tala í staðinn um fallegt og ljótt, lipurt og stirt, eðlilegt og óeðlilegt, nákvæmt og ónákvæmt o.s.frv., eða um hvort merkingin kemst til skila eða ekki. Þannig tekst þeim að fjalla um góða og lipra íslensku án þess að fara út í mál- hreinsunarpredikun. Hitt er svo annað mál að þegar ekki er hægt að hafa eitt rétt og annað rangt þarf það ekki að þýða að allt verði af- stætt og þýðing einfaldlega spurning um persónulegan smekk. I staðinn má kannski segja að það sé alltaf hægt að orða hlutina betur, hvort sem um frum- saminn texta sé að ræða eða þýddan. I rauninni erum við stanslaust í tali og skrifum að túlka heiminn í kringum okkur, og sú túlkun er einungis réttlæt- anleg á forsendum vitsmuna og siðgæð- is. Það er þess vegna frekar fáránlegt þegar menn kenna tungumálinu um og segja sem svo, að ef við töluðum bara réttara og fallegra mál þá liði okkur bet- ur. Að sjálfsögðu verða menn að geta komið hugsunum sínum frá sér í falleg- um búningi, en vandinn hefur ávallt fyrst og fremst verið skilningarvandi og 396
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.