Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 135
ekki nema að óverulegu leyti framsetn- ingarvandi. Ef þessu væri öfugt farið gætum við einfaldlega bætt fáeinum stöfum við stafrófið og þar með tjáð öllum drauma okkar og langanir og hætt þrasinu. Skilningur á því sem á að þýða er með öðrum orðum númer eitt tvö og þrjú, og það er þess vegna við hæfi að Heimir og Höskuldur skuli enda bók sína með tíu vinnureglum handa þýð- endum þar sem síðasta reglan ítrekar nauðsyn þess að skilja: „10. Algengustu glappaskot í þýðingum virðist mega rekja til þess að þýðandi hefur í hita augnabliksins talið sig skilja það sem hann skildi ekki alveg réttum skilningi. Því getur það verið síðasta boðorð þýðandans: Gefðu þér tíma til að sann- færa þig um að þú hafir skilið frumtext- ann rétt!“ Tvö viðhorf til þýðinga hafa stundum verið sett fram sem andstæður. Annars vegar telja sumir að ekki sé hægt að þýða. I fyrsta lagi vegna þess að inntak- ið, merking orðanna er bundin í formi þeirra, og þessi tengsl verða ekki rofin. I öðru lagi vegna þess að „menning og þjóðfélagshættir setja mark sitt á tungu- málin“ og „sinn er siður í landi hverju“. Dæmi eru enskt ‘blues’, þýskt ‘Welt- schmerz’, danskt ‘hygge’, íslenskt ‘skyr’, - slík fyrirbæri verða aldrei þýdd án þess að breyta þeim jafnframt í önn- ur fyrirbæri. Það er ekki hægt að þýða. Hins vegar er þeir sem segja að víst sé hægt að þýða. Merkingum má snúa úr einu máli í annað án þess að þær raskist verulega. Og í raun og veru eru þjóðfé- lagshættir mjög svipaðir, hvort sem lífs- gæðakapphlaupið endar í einbýlishúsi úti á Nesi eða í kofa í frumskóginum. Lausnin á þessari deilu sem er jafn- gömul þýðingum er að sjálfsögðu að segja að það sé vandi að þýða. Góð þýðing er markmið sem á að stefna að, til dæmis má byrja með að þýða það sem á sér einfaldar samsvaranir í við- komandi tungumálum og síðan fara út í staðfæringar, túlkanir og endurskapan- ir. Þýðendur vita að mikil sælutilfinning getur fylgt því að þýða ef vel tekst. Góð þýðing vísar e.t.v. ekki beina leið inn í himnaríki, eins og nýr og fullkominn babelsturn sem útrýmir allri ringulreið, en hún vísar inn í annan menningar- heim, útvíkkar sjóndeildarhring viðtak- andans og tungumál einstaklingsins. Þess vegna: þýðiði í botn! Keld Ga.ll Jorgensen LEITIN AÐ STÍLGALDRINUM Einar Már Guðmundsson Leitin að dýragarðinum Almenna bókafélagið 1988 Það hefur verið sagt að það erfiðasta sem hent geti ungan höfund sé að fá góðar viðtökur við sínu fyrsta verki. Þá lendi hann í því næstu árin að reyna að draga sjálfan sig uppi í hugum lesenda. Að sumu leyti má heimfæra þetta upp á Einar Má Guðmundsson, sem kom á stökki inn í íslenskar bókmenntir fyrir tíu árum með ljóðabókum sínum tveim- ur, Er einhver í kórónafötum hér inni, og Sendisveinninn er einmana. Þær urðu fleygari og fóru víðar en flest það sem komið hafði frá ungum rithöfundi lengi, enda má segja með nokkrum 397
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.