Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 137
frásögnin sé í fyrstu persónu, - allt hnígur að því að gera frásögnina sann- ferðuga, enda er hér ekki verið að segja frá undrum og stórmerkjum þótt ýmsir atburðir sögunnar séu kostulegir. Miklu heldur er verið að reyna að fanga einn af utangarðsmönnum hversdagsins og Einar fer aldrei yfir mörkin í persónu- sköpun sinni, þótt karakterar sögunnar séu sannarlega skrautlegir. Persónurnar eru sérstæðar á sannfærandi hátt. Frá- sagnaraðferðin gengur upp, svo að ástríða aðalpersónunnar verður lifandi í textanum og vonbrigði hans í lokin slá- andi. Nær væri að halda því fram að hinn fanatíski fyrrverandi ráðuneytisstjóri, Jakob í sögunni „Malbikunarvélin", rambaði á mörkum hins sennilega. Persónulýsingin er þó fjarri því að vera fjarstæðukennd, ákveðnir eiginleikar eru einungis ýktir. En með því er ein- mitt fengið púðrið í söguna. Með lýs- ingunni á Jakobi og hinum trúfasta þjóni hans nær Einar nefnilega að lýsa á skoplegan hátt vissum þáttum í mann- lífs- og samfélagsmynd vorra tíma og þannig felur sagan í sér ádeilu. Þótt ekki sé ólíklegt að sagan sé upphaflega reist á þeirri líkingu malbikunarvélar og skrið- dreka sem fullkomnast í niðurlagi henn- ar og öll sú sena sé með nokkrum ólík- indum, þá fær sagan gildi sitt af pers- ónulýsingunum tveimur og hinum sam- félagslegu skírskotunum. Endirinn er í eðlilegu samhengi við alla uppbyggingu sögunnar, þótt hann sé kannski dálítið fyrirsegjanlegur. Það er hins vegar tæplega hægt að segja að niðurlag tveggja hinna „gaman- sagnanna" sé í fullkomnu samhengi við byggingu þeirra. I „Garðyrkjumönnun- um“ eru góðir sprettir í mannlýsingum, en endirinn kemur mjög snögglega, auk þess sem hann er efnislega harla svipað- ur endi „Malbikunarvélarinnar“. Það er dálítið eins og hætt sé í miðju kafi. Sag- an hefur hæga uppbyggingu og flestar meginhugmyndir hennar eru góðar, en hér er eins og Einari fatist aðeins tökin á formi smásögunnar. Það gefur mönn- um ekki eins mikið ráðrúm til upp- byggingar og í skáldsögum og þrátt fyr- ir góða spretti nær þessi saga aldrei að rísa í verulegar hæðir. Svipað má segja um „Austrið er rautt“, nema hvað að þar er Einar kominn með verulega góða sögu af stað, en síðan kemur endirinn að utan. Hann er ekki beinum tengslum við söguna sjálfa og virkar dálítið eins og deux ex machina. Þar gefur höfund- ur sér líka of mikið rúm til þess að und- irbyggja söguna, auk þess sem persón- urnar eru ekki nógu skýrt dregnar, renna of mikið saman. I þessum sögum virðist manni sem formið hreinlega henti Einari ekki sem höfundi, hann þarf meira pláss og sérstaklega þegar hann skrifar með svo hversdagslegum talmálsstíl. Þá er hætt við að fari for- görðum sú hnitmiðun og knappleiki sem er aðal þessarar bókmenntagreinar. Sameiginlegt einkenni flestra sagna í þessu safni er að þar er lýst persónum sem frá vissum sjónarhóli eru utan- garðsmenn, eru á jaðri samfélagsins. Nú eru utangarðsmenn klassískt minni í smásagnagerð, ekki síst í íslenskum smásögum alla leið frá Gesti Pálssyni. Einar fer dálítið aðra leið. Flestar aðal- persónur hér eru haldnar einhverri ástríðu, oft æði sérkennilegri og sú ástríða (eða hugsjón) veldur stöðu þeirra sem utanveltu í samfélaginu eða á mörkum þess. Slíkar persónur eru líka í aðalhlutverki í sögunum „Æðahnútar og eiturlyf“ og „Leitin að dýragarðin- um“. I hinni fyrrnefndu lýsir doktors- 399
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.