Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 137
frásögnin sé í fyrstu persónu, - allt
hnígur að því að gera frásögnina sann-
ferðuga, enda er hér ekki verið að segja
frá undrum og stórmerkjum þótt ýmsir
atburðir sögunnar séu kostulegir. Miklu
heldur er verið að reyna að fanga einn
af utangarðsmönnum hversdagsins og
Einar fer aldrei yfir mörkin í persónu-
sköpun sinni, þótt karakterar sögunnar
séu sannarlega skrautlegir. Persónurnar
eru sérstæðar á sannfærandi hátt. Frá-
sagnaraðferðin gengur upp, svo að
ástríða aðalpersónunnar verður lifandi í
textanum og vonbrigði hans í lokin slá-
andi.
Nær væri að halda því fram að hinn
fanatíski fyrrverandi ráðuneytisstjóri,
Jakob í sögunni „Malbikunarvélin",
rambaði á mörkum hins sennilega.
Persónulýsingin er þó fjarri því að vera
fjarstæðukennd, ákveðnir eiginleikar
eru einungis ýktir. En með því er ein-
mitt fengið púðrið í söguna. Með lýs-
ingunni á Jakobi og hinum trúfasta
þjóni hans nær Einar nefnilega að lýsa á
skoplegan hátt vissum þáttum í mann-
lífs- og samfélagsmynd vorra tíma og
þannig felur sagan í sér ádeilu. Þótt ekki
sé ólíklegt að sagan sé upphaflega reist á
þeirri líkingu malbikunarvélar og skrið-
dreka sem fullkomnast í niðurlagi henn-
ar og öll sú sena sé með nokkrum ólík-
indum, þá fær sagan gildi sitt af pers-
ónulýsingunum tveimur og hinum sam-
félagslegu skírskotunum. Endirinn er í
eðlilegu samhengi við alla uppbyggingu
sögunnar, þótt hann sé kannski dálítið
fyrirsegjanlegur.
Það er hins vegar tæplega hægt að
segja að niðurlag tveggja hinna „gaman-
sagnanna" sé í fullkomnu samhengi við
byggingu þeirra. I „Garðyrkjumönnun-
um“ eru góðir sprettir í mannlýsingum,
en endirinn kemur mjög snögglega, auk
þess sem hann er efnislega harla svipað-
ur endi „Malbikunarvélarinnar“. Það er
dálítið eins og hætt sé í miðju kafi. Sag-
an hefur hæga uppbyggingu og flestar
meginhugmyndir hennar eru góðar, en
hér er eins og Einari fatist aðeins tökin
á formi smásögunnar. Það gefur mönn-
um ekki eins mikið ráðrúm til upp-
byggingar og í skáldsögum og þrátt fyr-
ir góða spretti nær þessi saga aldrei að
rísa í verulegar hæðir. Svipað má segja
um „Austrið er rautt“, nema hvað að
þar er Einar kominn með verulega góða
sögu af stað, en síðan kemur endirinn
að utan. Hann er ekki beinum tengslum
við söguna sjálfa og virkar dálítið eins
og deux ex machina. Þar gefur höfund-
ur sér líka of mikið rúm til þess að und-
irbyggja söguna, auk þess sem persón-
urnar eru ekki nógu skýrt dregnar,
renna of mikið saman. I þessum sögum
virðist manni sem formið hreinlega
henti Einari ekki sem höfundi, hann
þarf meira pláss og sérstaklega þegar
hann skrifar með svo hversdagslegum
talmálsstíl. Þá er hætt við að fari for-
görðum sú hnitmiðun og knappleiki
sem er aðal þessarar bókmenntagreinar.
Sameiginlegt einkenni flestra sagna í
þessu safni er að þar er lýst persónum
sem frá vissum sjónarhóli eru utan-
garðsmenn, eru á jaðri samfélagsins. Nú
eru utangarðsmenn klassískt minni í
smásagnagerð, ekki síst í íslenskum
smásögum alla leið frá Gesti Pálssyni.
Einar fer dálítið aðra leið. Flestar aðal-
persónur hér eru haldnar einhverri
ástríðu, oft æði sérkennilegri og sú
ástríða (eða hugsjón) veldur stöðu
þeirra sem utanveltu í samfélaginu eða á
mörkum þess. Slíkar persónur eru líka í
aðalhlutverki í sögunum „Æðahnútar
og eiturlyf“ og „Leitin að dýragarðin-
um“. I hinni fyrrnefndu lýsir doktors-
399