Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 16
þess (en þó ekki vissa) að einhverjar
skynsamlegri aðferðir finnist til að láta
eðlilegar kröfur okkar um þjóðfélagslegt
samráð um eigin vinnu og um félagslega
mannsæmandi reglugerðir annars vegar
halda til jafnvægis við það hreyfiafl sem
hefur reynst óhjákvæmilegur hvati allrar
vinnu, nefnilega mannlega framtakssemi
og kristöllun ávinnings í ófölsuðum
markaðstengslum hins vegar. En svo
lengi sem ekki er slegin skjaldborg um
manninn, bjargast hann ekki af neinum
tæknilegum eða skipulagslegum brögð-
um svo sem bættum efnahag, ekki fremur
en sía á verksmiðureykháfinn megnar að
varna því að hið mannlega fari forgörð-
um. Spumingin um það, af hverju kerfi
skilar árangri, er mikilvægari en hin, með
hvaða hætti það skilar árangri. Eða megn-
ar kerfið að skila árangri þegar það þjónar
málstað algerrar eyðileggingar?
En hvað er ég að tala um þetta hér og
nú? Þegar ég horfi á veröldina frá þeim
sjónarhóli sem örlögin hafa úthlutað mér,
kemst ég ekki hjá að álykta að margir í
vestri botni lítið í því, um hvað leikurinn
raunverulega stendur á okkar dögum!
Ef ég skoða dálítið nánar þá tvo grund-
vallarkosti í stjórnmálum sem mennta-
maður á Vesturlöndum á nú um að velja,
virðist mér að þeir séu ekki annað en tvær
ólíkar aðferðir til að ganga með í þann
leik sem persónuvana vald býður mann-
inum uppá — svo sem tvær götur er báðar
liggja að sama allsherjar alræðiskerfinu.
Önnur aðferðin er sú að persónuvana
skilningur haldi áfram að leika sér með
leyndardóm efnisins — „leika guð“ —
sem sé að finna upp og koma fyrir æ fleiri
gereyðingarvopnum sem vitaskuld öll
skulu „verja lýðræðið“, en í reynd draga
lýðræðið niður í samskonar óbyggilegt
fen og sósíalisminn í okkar hluta Evrópu
er löngu sokkinn í. Hin leiðin er aftur á
móti sú freistandi hringiða sem hrífur
með sér svo mikið af ágætu og heiðarlegu
fólki og kallast „friðarbarátta“. Sjálfsagt
þarf það ekki endilega að vera svo, en ég
get ekki varist þeirri áleitnu hugsun að hér
sé sama svikula og ópersónulega valdið
að verki, sem hafi sett þessa hringiðu á
svið, þessa ljóðrænu tálbeitu fyrir mann-
lega vitund. (Athugið: ég á hér við
ópersónulegt vald sem hugtak og megin-
reglu en ekki Moskvu eina saman, enda
væri það sannarlega ekki á hennar færi að
skipuleggja neitt svo margþætt sem frið-
arhreyfingarnar eru um þessar mundir!)
Hvernig yrði nú betur að því staðið að
gera heiðarlegan og frjálshuga mann
óvirkan — slíkur maður er mesta ógn sem
steðjað getur að persónuvana valdi — í
heimi sem einkennist af arfleifð skyn-
semishyggju og hugmyndafræðilegum
skilgreiningum, en að bjóða honum ein-
földustu kenningu sem hugsast getur,
skreytta öllum einkennum guði þóknan-
legs málstaðar? Er hægt að hugsa sér
nokkuð áhrifameira til að kveikja í ær-
legri sál, fá henni viðfangsefni, gera hana
önnum kafna og að lokum gelda hana
andlega heldur en það að berjast gegn
stríði? Er til nokkur lipurri aðferð til að
friða fólk heldur en beita þeirri blekkingu
að það geti varist styrjöld með því að
leggjast gegn því að vopnum verði komið
fyrir sem undir öllum kringumstæðum
verður komið fyrir? Það er harla erfitt að
ímynda sér betri aðferð til að leggja hug-
ann í læðing. Því augljósara sem það
verður að vopnunum mun vissulega kom-
ið fyrir, þeim mun skjótar hlýtur hugs-
14
TMM 1990:1