Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 28
sjálfsmynd sína á: hin myrka hlið menn- ingarinnar. Þetta á ekki við um öll bók- menntaverk, þau helst sem verða til á stríðstímum í menningunni, tímum upp- lausnar og uppgjörs, skáldsögur eins og Vefarann mikla. 1 Margir telja að bylting hafi átt sér stað á fyrstu áratugum 20ustu aldar í menning- arlífi Vesturlanda; gjá hafi myndast og náð yfir samfélagshætti, trú og heim- spekilega hugsun, siðferði og bókmennt- ir; ný öld hafi falið í sér fullkomna upplausn þess sem áður var. Sumir hafa viljað marka þessi tímamót, upphaf hins móderna tíma, við heimsstyrjaldarárin fyrri, þeirra á meðal Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson og Sigurður Nordal. Þannig segir Halldór árið 1925: „Seinasti áratugurinn hefir skapað slík straumhvörf og umbyltingar í hinum andlega heimi, að jafngildir heilum öldum.“4 Svipaðrar skoðunar var Gunnar sem sagt hefur um þennan tíma í viðtali: „Sá heimur, sem var fyrir fyrra heimsstríð, má heita gleymdur og það veit enginn nema sá sem reynt hefur, hversu gjörólíkt viðhorfið var fyrir ogeftir 1914.“ Hann taldi að 20asta öldin hefði í raun hafist fyrsta stríðssumarið, hvörfin þá hefðu jafngilt syndafalli vest- rænnar menningar. Án efa hefur mörgum farið líkt og Gunnari: styrjöldin braut í sundur heimsmynd þeirra og mannshug- sjón, það sem áður var afdráttarlaust og sjálfsagt; allt virtist breytt. Styrjöldin af- hjúpaði siðmenninguna og manninn um leið; það sem einstaklingarnir höfðu byggt tilgang sinn á og vilja til framtíðar. Þeir sem stóðu fyrir utan og fylgdust með misstu átta og lömuðust. í bréfi árið 1915 segir Jóhann Sigurjónsson til dæmis: „Um þá miklu og takmarkalausu ógæfu get ég ekki annað sagt en að hún vakir eins og blóðug undiralda í sálum allra hugs- andi manna og verður þyngri og ómæl- anlegri með hverjum degi. Dögum saman get ég ekki um annað hugsað þó ég viti að allar mínar hugsanir um það mál eru ónýt- ari en rykskýið inni í öræfum."6 Þessi reynsla var síðan undirrót þriggja mikilla verka sem fjalla beint og óbeint um stríðið og sálrænar afleiðingar þess: Sœlir eru einfaldir, Marðar Valgarðsson- ar og Vefarans mikla frá Kasmír, lykil- verka þar sem reynt er að orða brjálsemi tímans og finna manneskjunni stað að nýju — án árangurs. Öll þessi verk snúast um siðferðið og dauðann, hrun fyrri gilda, þversagnir. Með þeim verður lífið sjálft að viðfangsefni íslenskra skáldsagna og leikbókmennta. Áður höfðu flestir getað ýtt dauðanum til hliðar. Þeir lögðu áherslu á dauðdagann, tilviljunarkenndar orsakir: slys, sjúkdóma, elli. Breyttu með því dauðanum úr nauðsyn í tilviljun. Stríðið olli straumhvörfum; dauðinn varð að dag- legum veruleik, ágengum, ógnvænlegum. Um leið öðlaðist lífið aukið innihald og mikilvægi. Varð að vandamáli. Söguhetjur hinna nýju verka eiga margt sameiginlegt. Þær sætta sig ekki við mannleg kjör, klofnar milli táknanna tveggja: manns og guðdóms, blendnar og margfaldar, hamskiptin án enda: „Ég er lifandi líkamníng þeirrar manntegundar, sem séð hefur dagsins ljós síðustu tíu, tólf árin, en aldrei var áður til,“ segir Steinn Elliði. Með öðrum orðum: Nútímamað- urinn svonefndi er kominn fram á sjónar- svið íslenskra bókmennta, þetta „skyni- gædda sirkusdýr“ sem, með orðum Hall- 26 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.