Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 29
dórs Laxness, „dansar ábyrgðarvana og alvörulaust kríngum hégómleik sinnar eigin síngimi, dansar frá útjaðri einnar andstæðunnar til útjaðars annarrar, barn heimsmenníngarinnar.“8 Þegar horft er til baka verður ljóst að árið 1914 var ekki jafn afdrifaríkt og menn ætluðu: menningarbyltingin var ekki einföld afleiðing ákveðins atburðar heldur ferli sem hafist hafði fyrr; þróúnin var órökrétt og ósamfelld innan einstakra sviða samfélagsins, hér á landi sem ann- ars staðar. Segja má að tímabilið frá 1890 og fram að heimsstyrjöld hafi einkennst af gífurlegum sköpunarkrafti — umbylt- ingu á flestöllum sviðum. Það virðist hafa átt sér stað vitundarbreyting sem sam- bærileg var við rómantíkina á sínum tíma, ef ekki djúpstæðari. í upphafi aldarinnar brutu þeir aldalanga hefð í túlkun manns- líkamans, þeir Picasso, Matisse, Braque og Paul Klee. Fyrir stríð mótaðist og nýtt tungumál í tónlist með verkum Strav- inskys, Debussy og Ravels, Schönbergs og Albans Berg. í bókmenntum kom fram fríður flokkur höfunda sem umtumaði sí- gildum formum, enda hefur C.S. Lewis sagt: „Hvemig getur nokkur maður dreg- ið það í efa að nútímaskáldskapur er ekki aðeins róttækari nýjung en nokkur annar „nýr skáldskapur“ heldur og nýr á nýjan hátt, næstum því í nýrri vídd.“9 í vísindum áttu sér einnig stað miklar hræringar, ný heimsmynd var í mótun. Einstein setti fram afstæðiskenningu sína árið 1905 og bylting varð í eðlisfræði. Aldamótaárið kom út tímamótarit Freuds, Draumaráðn- ingar. Hérlendis urðu einnig miklar breytingar á félagsháttum og hugmyndalífi fyrir stríð, breytingar sem birtust með ýmsum hætti í skáldskapnum. Nýtt hagkerfi varð til, fjölþættara og opnara en hið gamla, þjóðfélagið greindist í sundur. Allt skap- aði þetta mikinn glundroða: gamlar og nýjar lífsvenjur rákust á, þjóðlífið varð andstæðufyllra og fjölbreyttara en áður. Viss vakning átti sér stað sem náði yfir andlega og siðferðilega lífið í heild sinni. Menn drógu í efa skráða og óskráða laga- bálka sem bundið höfðu hugsun og breytni manna, ekki síst í trúmálum. Ástæðan var meðal annars sú að þekking- in hafði dreifst. Áður hafði þjóðfélagið, hagur þess og viðhald, verið mikilvægur þáttur í trúarlífinu: prestamir voru ekki aðeins andlegir leiðtogar heldur og ver- aldlegir valdsmenn, fulltrúar ríkis og rétt- ar, oft öflugir jarðeigendur á okkar mælikvarða. Samfélagið skiptist í margar og smáar einingar en var þó samstætt og miðstýrt á flestum eða öllum sviðum. Prestamir varðveittu hina opinberu hug- myndafræði og dreifðu henni samkvæmt ákveðnum reglum, djúp gjá var staðfest milli þeirra og almúgans. Þeir höfðu vald yfir sannleika sem öðmm var að miklu leýti hulinn þótt tal þeirra færi fram fyrir opnum tjöldum, sannleika sem útilokaði þá þekkingu er ekki var sniðin að trúar- legum og lögfræðilegum reglum. Þekk- ingin var með öðrum orðum bundin við hóp embættismanna sem ákvað hver mætti tala, hvernig, um hvað og hvenœr. Þessi hópur drottnaði yfir orðræðu sam- félagsins og ákvað hvað væri rétt og skyn- samlegt; frávik voru tengd við óskynsemi og/eða uppreisn, fjarstæðu, villu, hið óhugsanlega. Það skýrir að nokkru leyti af hverju níhilísk verk 19du aldar, raun- veruleg uppreisnarverk, komu ekki út fyrr en löngu síðar á annarri öld, verk eins og TMM 1990:1 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.