Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 31
ræðu. Á sinn hátt var hún andsvar við sálrænni reynslu — eyðan hið innra hafði breyst úr stopulli kennd í veruleika, en þráin þó vaxið, þráin til að fylla hana merkingu. Þessar bókmenntir eru fullar af döprum níhilisma án þess þó að hann sé fastmótuð lífsheimspeki; óreiðan, hið þversagnakennda er veruleiki þeirra. Ástæða þess er fólgin í byltingarástand- inu sjálfu, ástandi sem einkenndist af árekstrum, stríði hugmynda, niðurrifi sannleika. Franski hugsuðurinn Michel Foucault hefur sýnt fram á að þekking sérhvers tíma er reist á djúplægum myndunarregl- um sem ráða því hvemig og um hvað er talað eða skrifað, reglum sem gera ákveð- in hugsunarform möguleg. Þessar reglur nefndi hann „dulvitund þekkingarinnar.“ Þær festa og takmarka orðræðu hvers tíma, stýra vilja okkar til sannleika, því hvernig þekkingin er framleidd og bundin í form. Þær stjóma því hvemig við flokk- um veruleikann, valda því að nánast er ómögulegt að hugsa eða tala á annan veg. Sá sem það reynir er lýstur geðveikur, handan skilnings og skynsemi. I ljósi þessara orða má skilgreina menningar- byltingu á eftirfarandi hátt: hún er tíma- skeið þar sem innri gerð þekkingarinnar breytist: það hvernig við hugsum og töl- um um heiminn. Breytingin nær með öðr- um orðum dýpra en til einstakra þekk- ingaratriða eða hugmynda. Það er eins og allt losni úr böndum, allt það sem skyn- semi tímabilsins á undan útilokaði brýst fram: brjálsemin, hið óhugsanlega, tilvilj- unin. Það sem áður heyrði til undantekn- inga verður að almennri tjáningu um stundarsakir uns komið er á nýrri reglu sem yfirleitt er ekki síður kúgandi en sú sem fyrir var. Við þessar aðstæður á sér stað mikil gerjun. Bókmenntirnar skil- greina sérstöðu sína á nýjan hátt. Þær leysa nánast upp sinn fyrri veruleika og brjóta niður gömul form, sérhæfa sig í gagnrýni á hinn meðvitaða mann og draga dulvituð skilyrði fram í dagsljósið: hið óhugsaða í manni og menningu. Um leið rífa þær niður sannindi samtíðarinnar. Við lítum á sannleikann, segir Foucault, sem auðlegð og frjósamt afl en erum ómeð- vituð um vélbúnaðinn sem í honum býr, viljann sem útilokar. Ástæðan er sú að tungumálið er svið þrár og valds, afla sem nauðsynlegt er að dulbúa til að sannleikur hvers tíma fái staðist. Þeir sem svipta hulunni burt, þeir sem sýna fram á að sannindi eru byggð á hagsmunum og fé- lagslegum vilja, þeir brjóta niður múrinn á milli vits og vitleysu, skynsemi og sturl- unar. Slíkir menn eru yfirleitt útlagar sinnar samtíðar. Á öðrum og þriðja áratugi þessarar ald- ar skilgreindu íslenskar bókmenntir mann og heim upp á nýtt. Höfundar eins og Halldór Laxness stóðu þá frammi fyrir ákveðnu vandamáli: Hvemig kæmust þeir hjá því að endurtaka þá orðræðu sem þeir höfnuðu í orði kveðnu, orðræðu sem byggðist á skynsemi hins liðna? Þetta virðist hafa brunnið mjög á Halldóri. Þannig segir hann í skemmtilegu bréfi árið 1923 að það þurfi að „kúltivera-nu- ancera og instrumentera“ íslenskt mál; ennfremur: „Málið hjá þessum Snorra er sennilega ekki óviturlegt, það sem það nær, og góð íslenska. (Víða verður hann þó að grípa til erlendra orða.) En sem sagt, það liggur á alt öðrum sviðum en okkar mál, og maðurinn hugsar með alt öðruvísi innréttuðum heila en nútíðarmenn, og int- TMM 1990:1 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.