Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 69
Guðmundur Andri Thorsson
Af óhamingjusömum
fjölskyldum
Þankar um íslenskar skáldsögur
Þetta fjölluðu skáldsögur síðasta árs um:
Morð, drykkjuæði, eiturlyfjavélar,
fólsku, ferðir á vit galtómra fyrirheita,
spilafíkn, gyðingaofsóknir, samkyn-
hneigða ofbeldisskáta, feig ungmenni
með skuggann á hælum sér, geðsýki, elds-
voða, mannrán, ófrið, þunglyndi, illsku,
sifjaspell, vændi. í smásagnasöfnum lás-
um við um dauðvona fólk, yfirþyrmandi
sektarkennd, veikburða tilraunir við að
rækta upp löngu fokið land, sambands-
laus sambönd kynjanna, heilaæxli og
krabbamein. Ævisögur sem seldust
greindu frá innra stríði og hjónakreppum,
auk hroðalegra víxlspora á lífsbrautinni
svo sem að ganga í SS eða lifa og hrærast
í öðruvísi skrani. í sagnfræðinni gerðist
það helst að heimsmynd Snorra frá Húsa-
felli fékk uppreisn æru, heimsmyndin frá
því fyrir þá upplýsingaröld sem við lifum
enn. I ljóðabókum var ort um söknuð eftir
því sem aldrei gat orðið, glataða en jafn-
framt orta sælu, það var ort um myrkrið
sem „er bara bilið milli bæjanna“ og
frummyrkrið í manninum, óljós skil sann-
leika og lygi, fegurð þess ósagða, drunga-
kæti skrýmsla og óféta og síðustu hug-
myndir fiska um líf á þurru.
***
Engjumst við? Eru sambönd okkar svikin,
spjölluð eða föl? Myrðum við hvert ann-
að? Er ísland fokið veg allra vega og
þjóðin fjúkandi á sömu leið? Erum við
þunglynd? Erum við ill? Er nótt að skella
á?
Umfram allt: eru skáld og rithöfundar
og aðrir listamenn loftvogir? Er þetta
gamla sagan um að það sem frásagnarvert
er í heiminum sé allt á þessa bókina lært?
Arfur Tolstojs: að allar hamingjusamar
fjölskyldur séu eins en óhamingjusöm
fjölskylda sé jafnan ógæfusöm á sinn sér-
staka hátt? Eða eru rithöfundamir svona
blóði drifnir vegna þess blátt áfram að
sögur um saknæmar katastrófur seljast
betur en sögur um það sem gott er og
fagurt, skáldin svona myrk af því þau em
skrýtnar skrúfur og kjör rithöfunda al-
mennt ýta undir bölsýni?
Neinei. Og þó svo væri skipti það engu.
Rithöfundar kunna ekki að skrifa eftir
formúlum auk þess sem bókmenntatexti
snýst ekki bara um það sem höfundurinn
ætlaði sér, kannski síst af öllu; hann
sprettur úr tíðinni, úr minningum og
kenndum höfundar, úr minningum og
kenndum þess fólks sem hann býr til, úr
minningum og kenndum okkar allra.
TMM 1990:1
67