Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 89
ádrepu Gísla. Hann fullyrðir að rit Alberts Lords, „The Singer of Tales“, þar sem hún var fyrst sett fram á skipulegan hátt, hafi „gjörbylt hugmyndum okkar um varðveislu og flutning kvæða í þjóðfélögum sem ekki styðjast við ritmál“, síðan talar hann um einkenni „munnlegrar menningar" sem sé „í grundvallaratriðum ólík ritmenningu“ og leggur sérstaka áherslu á það atriði kenn- ingarinnar, að í „munnlegri hefð“ sé ekki til neinn „réttur frumtexti“ eða „uppruna- legt kvæði“. Þetta nefnir hann allt saman „ríkjandi kenningar í þeim fræðum sem fást við munnlega orðlist“ (sjá bls. 395-396). í eftirminnilegum fyrirlestri sem hann hélt á ráðstefnu um norrænan miðaldakveðskap í Spoleto í fyrrasumar tók Gísli fram á enn ómyrkari hátt um hvað valið stæði að hans dómi: annað hvort verðum við að gera ráð fyrir því að eddukvæðin hafi verið samin á svipaðan hátt og suður-slafnesku söguljóð- in eða við verðum að ímynda okkur að á Norðurlöndum hafi ríkt einhverjar alveg sérstakar aðstæður, sem varla séu dæmi um annars staðar, og leiða hjá okkurþá voldugu uppskeru sem hlotist hafi af rannsóknum á munnlegri hefð síðustu áratugi.4 Þessi síð- ari kostur finnst Gísla að vonum heldur illur og í ádrepu sinni bendir hann á þær skelfi- legu afleiðingar sem honum fylgi: þegar rannsóknir sem byggðar eru á þeim for- sendum berast út fyrir landsteinana á al- þjóðlegar ráðstefnur, t.d. þá sem haldin var í Spoleto, „verða aðrir fræðimenn undrandi á þeirri kyrrstöðu sem virðist ríkja meðal íslenskra forgöngumanna fræðanna og benda þeim á að það sé óviðunandi að bjóða upp á svona nátttröllaumræðu sem tekur ekkert tillit til nýrra rannsóknarviðhorfa frá undanfömum áratugum“ (bls. 399). Nú er að sjálfsögðu ekki tilhlýðilegt að bregðast af einhverri léttúð við svo ljós- lifandi útmálun þess, hve napurlegt það get- ur verið að koma á ráðstefnu fræðimanna, sem em í takt við tímann, og kunna ekki skil á nýjustu kenningunni: þama er sem sé sjálf lausnin fundin sem skýrir allar gátur eða kippir þeim léttilega út af dagskrá, og mað- ur stendur uppi eins og steingervingur, öll- um til athlægis, og kannske með einhver fræði sem em ósvífnislega unnin eftir öðr- um kokkabókum. Þetta er eins og að vera staddur meðal unglinga og þekkja ekki dægurlagið sem tekur allan þeirra hug þá stundina og hefur gert allan annan laga- samsetning að hjáróma fornaldargauli: skil ég vel að fyrir unga fræðimenn sé það mar- tröð líkast að lenda í slíku klandri, og vilji þeir flest á sig leggja til að forðast það. En rétt er að benda á að annað er í rauninni lítið skárra þegar til lengri tíma er litið, og það er að vera í sífelldum eltingaleik við tísku- kenningar, þurfa alltaf að standa á varðbergi til að grípa þær nógu snemma þegar þeirra tími er að koma og lifa í stöðugri angist við að verða of seinn þegar vindáttin breytist þannig að maður sitji skyndilega uppi með viðhorf og hugmyndir sem em eins úrelt og dægurlagið frá í gær. Verður hver að eiga þetta við sína fræðimannssamvisku. En að þessu öllu slepptu em fullyrðingar Gísla marklitlar: kenning verður nefnilega aldrei rétt fyrir það að allir aðhyllist hana á ein- hverjum ákveðnum tíma, og því er ekki hægt að taka mark á „rétttrúnaðarrökum“ í hvaða mynd sem þau birtast. Botninn er suður í Serbíu Það er reyndar undarlegt hvað fylgismenn „munnlegu kenningarinnar" færa sjaldan fram rök fyrir henni og láta þá gjaman há- stemmdar yfirlýsingar um ágæti þeirra heiðursmanna Parrys og Lords koma í stað- inn. Því röksemdimar em fyrir hendi: þær eru settar fram í 6. kafla áðumefnds rits, „The Singer of Tales“, og eru allrar athygli verðar. í þessum kafla, sem er niðurlag fyrri hluta verksins, um sjálfa „kenninguna“, stillir Al- bert Lord upp sem andstæðu tvenns konar TMM 1990:1 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.