Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 90
kvæðalist: annars vegar munnlegri ljóða- hefð af því tagi sem hann telur vera við lýði meðal Serba, þar sem kvæðamennirnir spinni upp kvæðin um leið og þeir flytja þau, og svo hins vegar skriflegum skáld- skap, þar sem kvæðin eru samin á pappím- um og fyrir pappírinn (eða þá bókfellið) og til er einn „réttur frumtexti“, sem síðan er hægt að afrita, læra utanbókar og flytja ef svo ber undir. Milli þessara greina skáld- skaparins er svo að hans dómi óbrúanlegt bil: þessar tvær aðferðir til yrkinga eru svo mjög ósamræmanlegar að ekkert skáld get- ur haft þær báðar á valdi sínu í senn, og því tilheyra kvæði annað hvort munnlegri hefð, í þeirri merkingu sem Parry og Lord leggja í það orð, eða skriflegri hefð — ekkert millistig er til né getur yfirleitt verið til. Þessi kenning er fyrst rökstudd með ýms- um hugleiðingum um ljóðatækni serbnesku sagnasöngvaranna, hvemig þeir hafi lært listina og þjálfað hana og hvemig þeirra sálarlífi og andlegum vinnubrögðum sé háttað, og verður vikið nánar að því hér á eftir. En niðurstaðan er sú, að kvæðamaður sem spinnur á þennan hátt upp söguljóð geti alls ekki notað þá tækni til að semja „skrif- legt kvæði“ í þessum stíl en með þeim möguleikum til aukinnar fágunar, nákvæm- ari uppbyggingar og slíks sem sú tækni bjóði upp á, þó svo að hann hafi vald á ritlist: hann verði að semja kvæðið beint í munnlegum flutningi með undirleik eins strengs fiðlunnar til að halda þræðinum (því hugsun hans göslast áfram með sama hraða og kveðandin) og sjá til þess að ljóðlínumar séu réttar. Þar sem Lord er fima nákvæmur vísindamaður og lætur sér ekkert munnlegt óviðkomandi nefnir hann reyndar dæmi um að kvæðamaður hafi haldið ljóðlínum í réttri lengd án fiðlu, en til þess hafi þurft dálítinn skammt af áfengi. Til þess að varð- veita kvæðið verði aðrir að taka það upp eða reyna að skrifa það niður eftir munnlegum flutningi kvæðamannsins, þótt það sé reyndar erfitt vegna hraðans — því stoppi flytjandinn eða hægi á sér til að gefa skrif- urum svigrúm ruglist skáldskapurinn gjam- an og línurnar verði óreglulegar. Kvæða- maðurinn geti að vísu reynt að skrifa sögu- ljóðið sjálfur niður um leið og hann spinnur það upp, en svoleiðis tvískiptingur og þungarokk milli munns og handar sé ekki annað en vond aðferð til að færa munnlegt kvæði í letur og gefi lélegan árangur. En hvernig sem skrifaður texti af þessu tagi sé fenginn, verði hann aldrei annað en mynd af einum flutningi, þ.e.a.s. nokkurs konar „frysting" á verki sem sé sífellt að breytast og verða til upp á nýtt. Þessar röksemdir ná ekki nema til annarr- ar hliðar viðfangsefnisins og er þá eftir að athuga hina, sem sé hvort „menntað skáld" sem hafi fyllilega á vaidi sínu þá tækni að semja ritverk, geti notað þennan munnlega kvæðastíl til að skálda söguljóð, sem sé í sama anda en þá einhvers konar millistig milli munnlegrar og skriflegrar hefðar. Þessu svarar Lord mjög ákveðið neitandi. Hann telur að slíkt verk verði gerólíkt munnlegum kvæðum og taki á sig öll ein- kenni bóklegs ljóðastíls, þannig að ekki sé hægt að flokka það öðru vísi en til þeirrar hefðar einnar. Nefnir hann nokkur skýr dæmi þess hvemig serbnesk kvæði rituð sem samin séu „í stíl munnlegra söguljóða" hafi samt sem áður alveg augljós og ákveð- in „bókmenntaeinkenni“, af því að höfund- ar þeirra hafi verið sálarlega úr takti við munnlegu hefðina (bls. 132): þau eru t.d. með endarím og skiptast í vísur, en ekkert slíkt er til í munnlegum söguljóðum og svo fækkar hefðbundnum formúlum og endur- tekningum til muna, en í staðinn fara nýjar formúlur að skjóta upp kollinum, t.d. það stílbragð að byrja söguljóð á ártali, og bend- ir þetta skýrt til ritaðrar hefðar. Niðurstaða þessarar röksemdafærslu verður því ekki aðeins sú, að einungis sé til tvenns konar kvæðahefð og engin millistig, 88 TMM 1990:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.