Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 110
Bílar og bílamenn Ásgeir Sigurgestsson. Brotin drif og bílamenn. Saga bifreiðaviðgerða og Félags bifvélavirkja á fyrri hluta aldarinnar. Hið íslenska bókmennta- félag og Iðnsaga íslendinga (Safn ti! iðnsögu ís- lendinga II. bindi A). Reykjavík. 1988. 1 Bíllinn er sérkennilegt fyrirbrigði. Hann léttir skapara sínum sporin, samtímis því sem hann veldur mannkyni öllu ófyrirséðu hugarangri. Bíllinn breytir ásýnd borga og bæja og hann ristir spor sín í landslagið. Einnig veldur hann því að samskipti fólks eru nú með öðrum hætti en áður var. Bíllinn á þátt í því að minnka heiminn með hraðri yfirreið sinni — dagleið er orðin að örskoti, — og hann er einn þeirra vágesta sem mengar umhverfi vort. Þau eru mörg og alvarleg slysin þar sem bíll kemur við sögu. Þær bækur, skráðar á íslenska tungu, sem fjalla um þennan örlagavald eru fáar að tölu. Því er ánægjulegt að fyrir skömmu birtist á bókamarkaði ritið Brotin drif og bílamenn. Það greinir frá upphafi bílaaldar og bifreiða- viðgerða á íslandi frá því menn fikruðu sig áfram við kertaljós á moldargólfum fram að því er bifvélavirkjar höfðu stofnað með sér stéttarfélag og náð mikilli leikni í starfi á fjórða tug aldarinnar. Ritið er fyrri hluti um þennan áfanga í sögu þjóðarinnar. Síðari hlut- inn mun lýsa þróuninni fram á þennan dag. Brotin drif og bílamenn er þriðja bindi í ritröðinni Safn til iðnsögu íslendinga. Ritið er nokkuð frábrugðið fyrri verkum í ritröðinni. Það hefur að geyma bæði iðn- og stéttarfé- lagssögu, auk þess sem nokkuð er fjallað um þá einstaklinga sem ruddu braut í bifreiða- viðgerðum hér á landi. Fyrri bindi hafa hins vegar einskorðast við iðnsögu og þar gætir vart persónusögu. Einnig sker ritið sig úr að því leyti að ekki er getið um orðtök tengd greininni. Munu þau e.t.v. birtast í öðrum hluta. Ennfremur má geta þess að minna ber á ljóðum um viðfangsefnið heldur en í fyrri bindum. Brotin drif og bílamenn er rituð af Asgeiri Sigurgestssyni sálfræðingi. Furðu kann að vekja að sálfræðingur skuli ráðinn til þess að skrifa sögu bílaviðgerða á Islandi en höfund- ur er næstum að segja alinn upp á bílaverk- stæðum og í bílum og er auk þess sonur eins af fyrstu forystumönnum bifvélavirkja. Sýn- ist valið skynsamlegt, eins og bókin ber með sér. 2 Bók Ásgeirs er vel skrifuð, framsetning er skýr og hún er skemmtin á köflum þar eð bókarhöfundur kryddar frásögn með kímnum dæmum bæði í megintexta og rammagrein- um. Á spássíum eru víða myndir af upphafs- mönnum bílaviðgerða hérlendis og æviágrip þeirra. Mikill fjöldi mynda, sem tengjast bókarefni, er í riti Ásgeirs. Rammagreinar, með frásögnum og öðru, er snýr að texta, getur að líta á víð og dreif. Mjög gott jafnvægi er á milli megintexta og rammagreina. Frágangur er hinn ákjósanlegasti, pappír vandaður, útlit smekklegt og vinnubrögð bókagerðarmanna öll til fyrirmyndar (lítið um prentvillur eða aðrar ambögur). Brotin drif og bílamenn skiptist í sex kafla, auk aðfaraorða menntamálaráðherra og rit- stjóra, inngangs höfundar og viðbætis. í Bókarauka eru fyrstu lög Félags bifvélavirkja og fyrstu kjarasamningar birtir. í öðrum kafla rekur Ásgeir forsögu bílsins allt frá öndverðu til aldamóta. Þar er rakin hönnun bíla sem og vélbúnaðar, einkum í Frakklandi, Þýskalandi og Sviss á 18. og 19. öld. Því næst fjallar bókarhöfundur um upphaf bílaaldar á Islandi. Þar getur hann m.a. um fyrstu bíla sem komu til landsins. Sá fyrsti, bíll Thomsens kaupmanns í Reykjavík, kom með gufuskipinu Kong Tryggve hinn 20. júní 1904 og markar upphaf að sögu bifreiða hér- lendis. Ennfremur er getið um bíl kenndan við 108 TMM 1990:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.