Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 111
Grund í Eyjafirði og bíl Bookless-bræðra. Þeir bílar, er fyrst komu voru einfaldir að gerð, þunglamalegir, bilunargjarnir og hent- uðu illa vegleysum Islands. Sem lætur að líkum varð koma bflsins því engin sigurför í fyrstu. Tímamót urðu, að sögn Ásgeirs, árið 1913 er fimm Vestur-íslendingar fluttu til landsins Ford bifreið af gerðinni T-model. Bíll þessi var léttur og lipur og sannaði að bílar gætu komið að gagni á íslandi. Ásgeir segir síðan: „Notkun bifreiða hefur verið óslitin og vaxið jafnt og þétt frá því er Ford þeirra félaga fór að bruna hér um götur og þá fáu vegi sem finna mátti utan þéttbýlis.“ Það er tvennt sem athygli vekur við þessa fyrstu bíla og þá menn sem stóðu að innflutn- ingi þeirra. í fyrsta lagi var þekking á þessum galdratækjum mjög takmörkuð. Oftar en ekki fékk eigandi vélfróðan mann til þess að ann- ast bílinn, þar með talið að aka honum. í öðru lagi hefur menningarsögulegt gildi, að þeir sem flytja inn fyrstu bifreiðar Islands eru kaupmenn af erlendum uppruna, ellegar Is- lendingar sem dvalið hafa erlendis um lengri eða skemmri tíma. Það kennir okkur með hvaða hætti framandi hugmyndir og ný tækni berast til landsins. Fjórði kafli bókarinnar fjallar að mestu um þau bifreiðaverkstæði sem starfrækt voru í Reykjavík frá árinu 1913 og fram á þriðja áratuginn. Ásgeir getur auk þess um vinnuað- stöðu, verkfæri og kaup og kjör á þessum verkstæðum. Bókarhöfundur hefur þann hátt á að kalla fyrst fram á sjónarsvið það bflaverkstæði sem fyrst er starfrækt hér á landi og getur um örlög þess. Því næst fjallar hann um það verkstæði sem er annað í tímaröðinni o.s.frv. Fyrsta bifreiðaverkstæði á Islandi var rekið í tengslum við Bifreiðafélag Reykjavíkur, er stundaði almennan bifreiðaakstur og stofnsett var árið 1913. Verkstæðið var til húsa í óein- angruðum bárujámsskúr og sinnti eingöngu viðgerðum á bílum félagsins. Á næstu árum fjölgaði verkstæðum í Reykjavík nokkuð. Má nefna verkstæði Jónatans Þorsteinssonar fyrir Overland bfla er hann flutti inn, sem og verk- stæði Bifreiðastöðvar Steindórs, er snemma gerðist stórtækur í bifreiðaakstri. Það var hins vegarekki fyrren að vorlagi 1918 að almenn- ingur gat komið með bíla til viðgerða á verk- stæði Jóns Sigmundssonar sem var fyrsta almenna bifreiðaverkstæðið í Reykjavflc. Er samtímamenn skyggnast til baka, vekur hin lélega vinnuaðstaða þessara ára nokkra athygli. Bifreiðaverkstæði voru flest í léleg- um húsakynnum þar sem rafmagni var ekki til að dreifa. Aldinn viðgerðarmaður lýsir vinnu- ljósum með þessum orðum: „Við höfðum kerti og olíuluktir, venjulegar stormluktir, en yfir vinnuborðinu var gaslukt. Ekki var hægt að hreyfa hana því hún þoldi ekki hnjask.“ Af rafmagnsleysinu leiddi að alla bor- og slípi- vinnu varð að inna af hendi með handafli. Dæmi um þau frumstæðu verkfæri sem not- uð voru á þessum árum er að til þess að lyfta bílum voru einfaldlega notaðir þeir tjakkar sem bflnum fylgdu. Sem vænta má voru held- ur engin logsuðutæki fyrir hendi á verkstæð- um á áðurnefndu tímabili. Vinnutími og launakjör voru einnig með öðrum hætti en nú tíðkast. Ásgeir nefnir að vinna hófst að jafnaði kl. 8 að morgni. Nokk- uð er misjafnt hve lengi var unnið fram eftir degi. Það var háð þeim verkefnum sem fyrir lágu hverju sinni. Bifvélaviðgerðarmenn, sem voru óiðnlærðir launamenn, fengu aðeins greitt fyrir unna tíma, og sama tímakaup hve- nær sólarhrings sem unnið var. Forvitnilegt er að skoða bakgrunn þeirra manna sem fyrstir fengust við bifreiðavið- gerðir á Islandi. I bókinni segir um þann þátt: Fyrstu íslensku bifreiðaviðgerðar- mennimir höfðu flestir fengist við vél- ar með einum eða öðrum hætti áður en þeir gáfu sig að bifreiðaviðgerðum. Jón Sigmundsson hafði unnið við véla- viðgerðir vestanhafs. Björgvin Jó- TMM 1990:1 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.