Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 113
aukinheldur ávallt verið félagar í Félagi bif- vélavirkja. Síðustu tveir kaflar bókarinnar lúta að upp- hafi félagssamtaka í greininni — Félagi bif- vélavirkja — og öflun iðnréttinda. Þessir þættir eru raunar samofnir ef marka má skrif Asgeirs. í sjöunda kafla fjallar höfundur um stofnun Félags bifreiðaviðgerðarmanna árið 1929. Aðdragandi þess var hinn óhóflegi vinnutími bflaviðgerðarmanna, er unnu mikið á kvöldin og nóttunni án þess að fá greidd aukavinnu- laun fyrir ómakið. Viðgerðarmenn tóku sig saman og kröfðust eftirvinnukaups eftir kl. 19 til að draga úr aukavinnu. Verkstæðiseigend- ur tóku vel í þá málaleitan, enda bitnaði hún helst á viðskiptavinum, og málinu var hrund- ið í framkvæmd átakalaust. I kjölfar þess var félagið síðan stofnað er þeir sem stóðu að kröfunni um yfirvinnukaup sáu þýðingu sam- stöðunnar. Félagið reyndist ekki langlíft held- ur lognaðist útaf að skömmum tíma liðnum án þess að hafa staðið að neinum aðgerðum. Sjöundi kafli inniheldur einnig umfjöllun um öflun iðnréttinda handa þeim er fengust við bifreiðaviðgerðir. Árið 1930 stofna verk- stæðiseigendur með sér félag og þeir knýja á um að greinin hljóti löggildingu. Þá mála- leitan bera þeir upp við Iðnráð Reykjavíkur er hafði með málið að gera samkvæmt nýlegum lögum um iðju og iðnað. Nokkrum árum síðar ganga bifreiðaviðgerðarmenn til liðs við verkstæðiseigendur og stofna Félag bifreiða- viðgerðamanna hið síðara. Þessi hópur vann síðan að því í bróðerni að afla bílaviðgerðar- mönnum iðnréttinda, en hafði ekki erindi sem erfiði fyrst í stað. í lokakafla bókarinnar fjallar Ásgeir um stofnun Félags bifvélavirkja árið 1935 og rúmlega tvö fyrstu ár félagsins, sem höfundur telur einna afdrifaríkustu ár samtakanna. Bæði verkstæðiseigendur og bílaviðgerðar- menn stóðu að félaginu í byrjun. Þeir fengu iðngreinina viðurkennda tveimur mánuðum eftir stofnun félagsins, en meginhluti fyrsta starfsárs var helgaður iðnréttarmálinu. Ásgeir getur einnig um kjarabaráttu félagsins — kröfugerð, um hækkun launa og styttri vinnu- tíma, andstöðu verkstæðiseigenda við þeirri málaleitan, sem leiddi til brottvísunar þeirra úr félaginu, inngöngu í ASÍ skömmu síðar, fyrsta verkfalli (1937) er stóð yfir í fimm vikur, þá samninga sem undirritaðir voru í verkfallslok og fyrstu forystumenn félagsins. 3 Ásgeir byggir bók sína mikið á viðtölum við eldri bifvélavirkja. Það á einkum við um upp- hafsár bflaviðgerða þar sem engar ritaðar heimildir eru fáanlegar. Einnig sækir hann nokkuð í rit Guðlaugs Jónssonar, Bifreiðar á íslandi 1904-1930. Bókarhöfundur leitar einnig fanga í öðrum heimildum svo sem dag- blöðum, fundargerðarbókum, Alþingistíðind- um og bókum er lúta að efninu. Ásgeir notar heimildir af leikni og samviskusemi, án þess að beita þær gagnrýni. Ég hefði talið ástæðu til að gaumgæfa lítillega eina meginheimild- ina, viðtölin, skoða kosti þeirra og galla; ekki síst áreiðanleika þeirra um löngu liðinn tíma. Iðnsögu má rita á ólíka vegu; ýmist með því að rekja atburði í tímaröð, að geta um afrek og áhrif einstakra manna, með því að rekja helstu atburði tímaskeiðs (idealtýpur), eða með því að túlka atburði líðandi stundar í ljósi kenninga. Ásgeir velur, líkt og margur sagn- fræðingurinn á Islandi, að rekja söguna í tímaröð og geta þeirra manna er braut ruddu. Á köflum er bókin sem ævisaga bfla og bif- reiðavirkja. Það hefur þó þann kost að frá- sögnin er einföld og rennur vel eftir síðum bókarinnar (fyrir vikið nær hún til fjölmenns lesendahóps, svo sem bifvélavirkja og ann- arra er málið snertir). Okostir eru hins vegar þeir að örðugra er að greina stórviðburði frá smáatvikum og að samhengi sögunnar hættir til að verða óskýrara en með því að styðjast við idealtýpur eða kenningar. Þegar vel skal til vanda við söguritun þarf bæði að gaum- gæfa vel einstaka atburði líðandi stundar sem TMM 1990:1 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.