Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 10
urinn Rory McTurk sem er bæði þekktur og
virtur meðal þeirra sem leggja stund á nor-
ræn fræði, hélt gestafyrirlestur hér við Há-
skólann síðasta vetur. Fyrirlesturinn hét
„Ragnars saga og Gunnlaðar saga“. Hans
kenning er að Loðbrók hafi verið eins konar
gyðja sem Ragnar var vígður og hann hefur
fundið heimildir fyrir þessu sem virðast
sannfærandi. Hann sagði mér líka frá
breska fræðimanninum C. Patrick Worm-
ald, sem hefði skrifað ritgerð árið 1982 um
að herkonungar hefðu tekið við af alþýðu-
konungum á Norðurlöndum og það hefði
verið undanfari víkingatímabilsins. Sjálf
byggði ég á fomleifarannsóknum Dana
þegar ég valdi þessi tímaskil í skáldsög-
unni. En mér finnst þetta athyglisvert og
varð auðvitað glöð að fá þetta staðfest. Mér
fannst þetta vatn á myllu Gunnlaðar.
Óttinn
— Ameríski bókmenntafrœðingurinn Alice
Jardine segir að öll hin vestrœna umrceða
um vísindi einkennist afþví sem hún kallar
„karlmannlegt ofsóknarbrjálæði“ en það
er að vera haldinn afhugmyndum um tak-
markanir, kerfi, stjórnun. „Karlmannlegt
ofsóknarbrjálæði" finnst mér vera þema
sem skýtur aftur og aftur upp kollinum í
bókum þínum og Oðinn í Gunnlaðar sögu
er kannski skýrasta dœmið um þetta.
Þú sagðir í útvarpsviðtali um Leigjand-
annforðum (8171976) að bókinJjallaði um
það að „frelsi og öryggi séu í raun and-
stæður“ og það skil ég þannig að því sterk-
ari varnir sem maður byggir upp gegn öðru
fólki til að vernda sjálfan sig, því veikari
verður maður, jafnvel fangi síns eigin ótta
og fyrirlitningar á öðrum. Þetta er tekið
upp í leikritinu Lokaæfing, 1983, sem ger-
ist íkjarnorkubirgi, í eins konar hræðilegri
lokaæfingu fyrir frumsýninguna sem er
kjarnorkustyrjöldin.
Oðinn í Gunnlaðar sögu verður fórnar-
lamb sinnar eigin valdagræðgi, undir lokin
sér hann ógnun og hœttu í öllum, allir eru
mögulegir óvinir hans, allir sitja um líf
hans og hann er kvalinn afótta. Ofsóknar-
brjálæðið er það verð sem hann greiðir
fyrir völdin.
— Já. En þeir ævafomu helgisiðir sem
Óðinn verður að fara í gegnum em kerfis-
bundin þjálfun í því að horfast í augu við
ótta sinn, sætta sig við lífið og dauðann.
Þannig túlka ég þetta.
Ég læt Gunnlöðu tjá þetta þannig að meg-
inandstæðumar séu ekki á milli lífs og
dauða, heldur á milli lífs og ótta. Á bak við
óttann við hið óþekkta, hið framandi er
óttinn við dauðann. Ef maður getur litið á
dauðann sem hluta af lífinu, þá em líf og
dauði engar andstæður lengur. Óttinn er
aftur á móti ekki dýnamískur, hann er eyði-
leggjandi og fjandsamlegur lífinu.
—Heldurðu innst inni að nokkur geti sætt
sig við tilhugsunina um eigin dauða?
— Dauðinn er óumflýjanlegur og ég held
að maður verði að sætta sig við það. Maður
verður líka að geta tekið hinni fullkomnu
einsemd sem nálægð dauðans hefur í för
með sér, því að enginn af þeim sem þú
elskar getur tekið þátt í tilfinningum þínum
eða farið með þér þessa hinstu för. En þessi
einsemd þarf hvorki að vera sársaukafull né
merkt óttanum ef menn viðurkenna að hún
sé þáttur af tilvist okkar, þáttur af lífinu.
Stundum hugsa ég um hvort það komi ekki
að því að þú finnir það á þér, líkamlega og
andlega, að nú sé nóg lifað, nú vitir þú að
dauðinn nálgast, þú óskir þess kannski ekki
en vitir það með vissu.
8
TMM 1990:3