Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Qupperneq 19
undir fæti eins og steinn, óbilgjam harð- neskjulegur steinn sem lamdi iljamar í skólaportinu þar sem ekkert óx og hvergi gras til að bæla“ (117). Hún fær ekkert að gert. Fortíðin þrengir sér inn í hina líðandi stund og heltekur skynjun hennar þannig að efnisheimurinn tekur í raun einnig breyt- ingum; hún túlkar umhverfið út frá sínu eigin sálræna ástandi, sínum huglæga vemleika. Frá sjónarmiði frásagnarfræðinnar er þetta mögulegt sökum þess að takmarkað, þriðju persónu sjónarhom Önnu, svokölluð vitundarmiðja, miðlar einungis sýn hennar einnar. Allir atburðir em séðir með hennar augum og þessi sýn sannfærir lesandann um að það sem hún upplifir sé rétt, það eigi sér stað í raun og vem. A hinn bóginn verður huglægni allrar skynjunar Önnu sí- fellt meira áberandi eftir því sem líður á söguna og sú huglægni er einkum bundin við tímann. Tími hennar er annar tími en sá sem ríkir fyrir utan, þama á milli er ósam- ræmi. Þegar í fyrstu semingu sögunnar er afstæði allra tímamælinga undirstrikað: „Anna flýtti klukkunni um leið og flugvélin lækkaði sig til lendingar og var á auga- bragði svipt sex klukkustundum úr lífi sínu.“ (113) Og sú nákvæmni sem einkenn- ir allar ytri tímamælingar innan textans er andstæð þeim „tíma draumsins“ sem mótar innra líf Önnu. Þetta kemur hvað best í ljós þegar at- hugað er síðara endurlitið til vorsins 1945. Þetta er endurkoma Önnu í port Miðbæj- arskólans og endurupplifun hennar á þeim atburðum sem þar áttu sér stað fjömtíu ár- um áður. í einum tímapunkti, í einu augna- bliki, skerast allar línur fortíðar og fram- tíðar þannig að augnablikið verður hlaðið merkingu, það er opinberun þess skilnings á eðli tímans sem huglæg tímaskynjun Önnu felur í sér. Endurlitið til vorsins 1945 er fléttað inn í framtíðarsýn sem Anna sá sem tólf ára stúlka og fellur samarí við nútíðina, er henni samsíða. Önnur fram- tíðarsýn grípur síðan inn í aðalfrásögnina. Anna sér sig sjálfa sem gamla konu eða sem ósk um að verða slík kona og þannig kemur þriðja mynd hennar til skjalanna. í einni og sömu andránni renna þær saman í eitt og sameinast líðandi stund. Teddi er þátttak- andi bæði á tímasviði vorsins 1945 og sum- arsins 1985, annars vegar sem kennari og hins vegar sem eiginmaður. Þessi nærvera hans er sönnun þess að tíminn endurtekur sig í huga Önnu. Hún túlkar veruleikann á annan hátt en hann birtist mönnum á rök- legan hátt og sýnist í raun breyta honum. Hinn huglægi tími grípur inn í rás hlutlæga tímans þannig að sú spuming vaknar hvort efnisveruleikinn láti í raun að stjóm Önnu eins og ummæli Tedda í lok sögunnar benda tU. Eins og áður var minnst á byggir endur- tekningin í textanum á því að einn og sami atburðurinn, þ.e. útskúfun Önnu, er endur- tekinn tvisvar. Þetta er formlegt einkenni texta sem leitast við að miðla hringlaga skilningi á tímanum. Atriði sem þegar hafa verið kynnt til sögunnar em endurtekin með þeim hætti að það virðist sem þau gerist aftur á nákvæmlega sama hátt og áður. Þetta er endurtekin frásögn af því tagi sem Gen- ette talar um í sambandi við tíðni. Atriði sem gerist einu sinni í sögunni er endur- tekið í frásögninni. Svo tekin sé líking af punktum á línu þá gætu allir punktamir verið endurtekning eins þeirra og því allir vísað aftur til upphafspunktsins. En þessi eini punktur getur einnig falið í sér alla hina punktana og reyndar línuna TMM 1990:3 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.