Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 33
hólum. Hugmyndin um fylgjuna er skyld
þessum náttúruátrúnaði, en þó annað og
meira, því fylgjan er tvífari mannsins og
fulltrúi hans í öðrum heimi, en birtist oft á
örlagastundu á jörðu niðri. I Svarfdæla
sögu segir frá því er hart er barist á bökkum
Svarfaðardalsár, en vígamennimir eru ekki
einir:
Skíði hljóp og þangað við þriðja mann og
sá að bæði var á gmndinni göltur og hvíta-
bjöm og gengust þeir að en Skíði gekk að
og skildi með þeim og lét eigi kost að
berjast lengur „því að tveir em hvorir.“
(Svarfdæla, 20:1811).
Að mati Boyers er tvífarahugmyndin í fom-
bókmenntum skýr vitnisburður um að
heimsmynd norrænna manna til foma hafi
síður en svo verið fmmstæð. Tilvemréttur
mannsins, mannhelgi hans, byggðist á sam-
bandi hans við annan heim, í gegnum hug
hans, ham eða fylgju. Þessa mannhelgi ber
að virða, og má ekki rjúfa til dæmis með
níði (hugmynd sem tengist sannfæringunni
um „andlegt“ framhaldslíf, sbr. það sem
segir um orðstír í Hávamálum, og það
markmið einstaklingsins að verða söguleg-
ur, gera þá hluti sem eru í frásögur færandi).
í krafti tvífarans binst maðurinn „hinum“
heiminum, fær jafnvel rofið mörk tíma og
rúms og nýtt sér yfimáttúrleg öfl, til góðs
eða ills.
Tvífarinn í íslendingasögum á ekki mikið
skylt við þá sjálfsköfun sem einkennir tví-
fara í seinni tíma bókmenntum. Fombók-
menntir okkar útmála ekki innra líf persóna
sinna og lýsa ekki sálarstríði nema óbeint
og í kveðskap sögupersóna. En tvífarinn
opnar sýn í annan heim. Sýnin opnast
manninum þegar tvífarinn tekur völdin, og
það er auðvitað helst þegar maðurinn er
ekki fullkomlega „sjálfs síns herra“: í
svefni, óráði og á dauðastundinni. í svefni
gátu forfeður okkar gægst inn í annan heim,
hann var þeim því ekki bara líkamleg líkn:
„Svo er mér þungt í dag sem þá jafnan er að
sækir nokkuð og skal nú sofa í dag“, segir
Finnbogi í Finnboga sögu ramma (41:669).
Svefninum fylgir draumurinn, aðalheimild
forspárra manna um örlögin og það sem
koma skyldi. Það er ekki að ástæðulausu
sem talað er um draum\farir og svefnifarir
og þær stundum sagðar harðar (sbr. Gísla
sögu).
Heiðin trú á annan heim samofinn þess-
um, hefur enn lifað góðu lífi þegar íslend-
ingasögur voru ritaðar, hvað sem leið andúð
kristinna manna á fordæðuskap. Einsog
Halldór Laxness bendir á í „Fomeskju-
tauti“ börðust kirkjunnar menn á móti fjöl-
kynngi „ekki af því þeir tryðu því að seiður
væri hégilja, heldur af því þeir trúðu að
seiður væri raunveruleiki.“16 Og hvort sem
menn fallast á kenningu Boyers eða ekki er
ljóst að fommenn trúðu því að þeir gætu átt
sér fulltrúa í öðrum heimi, og að hugurinn
gæti sagt skilið við fangelsi líkamans og
lagst í ferðalög.
Fomíslenski tvífarinn tilheyrir yfirskil-
vitlegum heimi, en það setur ekki að þeim
sem mætir honum hroll efans líktog í seinni
tíma tvífarasögum. „Tvöfeldnin“ í mann-
skilningi íslendingasagna er þáttur í mót-
aðri lífssýn. Ekki framandlegur veruleiki
sem veldur hugarangri: Sjálfsmynd þess
sem á sér dýrafylgju er ekki dregin efa.
Fylgjan er fulltrúi örlaganna, en tvífari
seinni tíma er fulltrúi þess sem á sér engin
örlög, tákn innri sálarkvalar og efa.
TMM 1990:3
31