Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Síða 40
áratuga fjarveru, og leitar að sér í auðu húsi
æsku sinnar: Það er að þeim sem hann hefði
orðið hefði hann verið um kyrrt. Það er
ófögur sjón þegar hún loks mætir tvífar-
anum, en lesandanum er gefið færi á því að
túlka hann sem ofskynjun.
Sögumar þar sem tvífarinn birtir dýrið
innra með manninum eiga skylt við trúna á
hamskipti, en hafa fengið miklu sálfræði-
legri blæ. Rank taldi að skáldin væru öðmm
hæfari að sýna hið óröklega innra með okk-
ur, sem hin ofur-röklega siðmenning reyndi
sífellt að loka úti.
En svo má líka túlka tvífarann á jákvæðan
hátt sem tákn um þrá eftir eilífu lífi, og þá
er hann skyldur fylgjutrúnni. Hvort heldur
er birtist tvífarinn í seinni tíma bókmennt-
um þeim sem eru sjálfhverfir, jafnvel sjúk-
lega uppteknir af sjálfum sér. Kannski er
einmitt þetta höfuðeinkenni hins innra tví-
fara: Hann vekur tvíbentar tilfinningar með
þeim sem eignast hann, ótta og þrá í senn.
Dorian Gray er heillaður af sjálfum sér
einsog Narkissos, en hatar ellina og dauð-
ann. Þessi samsetning getur af sér tvífara-
mynd. Eins er það með Goljadkín í sögu
Dostójevskís, Tvífaranum (1846). Sá
ómerkilegi embættismaður er líka heillaður
af sjálfum sér, og það reyndar svo að allt
veruleikaskyn hans er brenglað. Þegar hann
mætir tvífara sínum langar hann mest til að
kjassa hann og faðma, en ástin breytist í
hatur vegna þess að tvífarinn brýtur á bak
aftur allar tilraunir hans til að komast áfram,
hvort heldur sem embættismaður eða elsk-
hugi.
Það síðastnefnda styður kenninguna um
samband tvífara og sjúklegrar sjálfsástar.
Tvífarinn í seinni tíma sögum er oft keppi-
nautur aðalpersónunnar, kemur í veg fyrir
að hann geti elskað aðra mannveru eða
yfirleitt náð sambandi við nokkum mann.
Enda er hann vel til þess fallinn að birta
bakhlið sjálfhverfunnar, ofsóknaræðið. Af
hverju skyldi ég vera svo merkilegur að
heimurinn legði á sig að ofsækja mig? Sú
tilfinning getur aðeins gripið þann sem á
ekkert annað viðmið en sjálfan sig.
Allt ber þetta að þeim brunni að tvífara-
sögur fjalli öðmm þræði um misheppnaða
sjálfsmyndun. Freud hefði fúslega staðfest
þetta. í grein sem hann skrifaði um „Hið
óhugnanlega“, og vitnað er til hér að fram-
an, neitaði hann því að við óttuðumst mest
hið ókunna. Það er þvert á móti hið gamal-
kunna — vissulega í framandlegum bún-
ingi — sem skelfir okkur. Þrár og hvatir,
jafnvel úr frumbemsku, sem hafa verið
bældar en snúa aftur í breyttri mynd á full-
orðinsárum, og minna á óleystan vanda
sjálfsmyndunarinnar, vekja af öllu sem á
okkur sækir mestan óhug. Tvífarinn var að
dómi Freuds eitt áhrifamesta táknið um
þetta.
Tvífarinn verður áminning um þann tíma
þegar sjálfið var ekki jafn afmarkað,
áminning um bældar óskir og sund sem
lokuðust þegar sjálfið myndaðist. I fmm-
bernsku er vellíðunarlögmálið allsráðandi,
sjálfsástin í raun jafn ótakmörkuð og sjálf-
ið, og það sem þá var nautn hefur oft á
fullorðinsárum fengið þveröfuga merk-
ingu. Sem dæmi nefnir Freud að þráin eftir
móðurkviði getur síðar á æviskeiðinu tekið
á sig mynd sjúklegs ótta við kviksetningu,
en það minni er oft samfara tvífaraminninu.
Sjálfsmyndunin á sér sögulega og félags-
lega hlið sem Freud-sinnar afrækja stund-
um. Tvífaraminnið hefur aðra merkingu í
bókmenntum 19. aldar en í íslendingasög-
unum. Ekki bara vegna þess að við höfum
glatað forlagatrúnni, og óttumst tvífarann
38
TMM 1990:3