Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 40
áratuga fjarveru, og leitar að sér í auðu húsi æsku sinnar: Það er að þeim sem hann hefði orðið hefði hann verið um kyrrt. Það er ófögur sjón þegar hún loks mætir tvífar- anum, en lesandanum er gefið færi á því að túlka hann sem ofskynjun. Sögumar þar sem tvífarinn birtir dýrið innra með manninum eiga skylt við trúna á hamskipti, en hafa fengið miklu sálfræði- legri blæ. Rank taldi að skáldin væru öðmm hæfari að sýna hið óröklega innra með okk- ur, sem hin ofur-röklega siðmenning reyndi sífellt að loka úti. En svo má líka túlka tvífarann á jákvæðan hátt sem tákn um þrá eftir eilífu lífi, og þá er hann skyldur fylgjutrúnni. Hvort heldur er birtist tvífarinn í seinni tíma bókmennt- um þeim sem eru sjálfhverfir, jafnvel sjúk- lega uppteknir af sjálfum sér. Kannski er einmitt þetta höfuðeinkenni hins innra tví- fara: Hann vekur tvíbentar tilfinningar með þeim sem eignast hann, ótta og þrá í senn. Dorian Gray er heillaður af sjálfum sér einsog Narkissos, en hatar ellina og dauð- ann. Þessi samsetning getur af sér tvífara- mynd. Eins er það með Goljadkín í sögu Dostójevskís, Tvífaranum (1846). Sá ómerkilegi embættismaður er líka heillaður af sjálfum sér, og það reyndar svo að allt veruleikaskyn hans er brenglað. Þegar hann mætir tvífara sínum langar hann mest til að kjassa hann og faðma, en ástin breytist í hatur vegna þess að tvífarinn brýtur á bak aftur allar tilraunir hans til að komast áfram, hvort heldur sem embættismaður eða elsk- hugi. Það síðastnefnda styður kenninguna um samband tvífara og sjúklegrar sjálfsástar. Tvífarinn í seinni tíma sögum er oft keppi- nautur aðalpersónunnar, kemur í veg fyrir að hann geti elskað aðra mannveru eða yfirleitt náð sambandi við nokkum mann. Enda er hann vel til þess fallinn að birta bakhlið sjálfhverfunnar, ofsóknaræðið. Af hverju skyldi ég vera svo merkilegur að heimurinn legði á sig að ofsækja mig? Sú tilfinning getur aðeins gripið þann sem á ekkert annað viðmið en sjálfan sig. Allt ber þetta að þeim brunni að tvífara- sögur fjalli öðmm þræði um misheppnaða sjálfsmyndun. Freud hefði fúslega staðfest þetta. í grein sem hann skrifaði um „Hið óhugnanlega“, og vitnað er til hér að fram- an, neitaði hann því að við óttuðumst mest hið ókunna. Það er þvert á móti hið gamal- kunna — vissulega í framandlegum bún- ingi — sem skelfir okkur. Þrár og hvatir, jafnvel úr frumbemsku, sem hafa verið bældar en snúa aftur í breyttri mynd á full- orðinsárum, og minna á óleystan vanda sjálfsmyndunarinnar, vekja af öllu sem á okkur sækir mestan óhug. Tvífarinn var að dómi Freuds eitt áhrifamesta táknið um þetta. Tvífarinn verður áminning um þann tíma þegar sjálfið var ekki jafn afmarkað, áminning um bældar óskir og sund sem lokuðust þegar sjálfið myndaðist. I fmm- bernsku er vellíðunarlögmálið allsráðandi, sjálfsástin í raun jafn ótakmörkuð og sjálf- ið, og það sem þá var nautn hefur oft á fullorðinsárum fengið þveröfuga merk- ingu. Sem dæmi nefnir Freud að þráin eftir móðurkviði getur síðar á æviskeiðinu tekið á sig mynd sjúklegs ótta við kviksetningu, en það minni er oft samfara tvífaraminninu. Sjálfsmyndunin á sér sögulega og félags- lega hlið sem Freud-sinnar afrækja stund- um. Tvífaraminnið hefur aðra merkingu í bókmenntum 19. aldar en í íslendingasög- unum. Ekki bara vegna þess að við höfum glatað forlagatrúnni, og óttumst tvífarann 38 TMM 1990:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.