Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 63
veröldina og okkur sjálf í smækkaðri ímynd
alheimsins. Hún er árangur samvinnu þar-
sem hlutverk áhorfandans er jafnmikilvægt
ef ekki mikilvægara hlutverkum leikenda á
sviðinu. Hér er um að ræða ákaflega veiga-
mikið atriði í allri umræðu um gildi hinnar
fomu tragedíu fyrir nútímann, þareð leik-
húsgestur tuttugustu aldar er ekki ævinlega
til þess búinn að bregðast við frýjunum og
opinberunum tragedíunnar sökum þekk-
ingarskorts á baksviði hennar og innbyggð-
um eigindum, jafnvel þó hann láti hrærast
eða hrífast af því sem fyrir hann ber á
leiksviðinu.
Skilgreiningar Aristótelesar
Enn sem fyrr er Aristóteles besti leiðbein-
andinn til skilnings á tragedíunni, jafnvel
þó hann hugi meir að formi og tækni en
sjálfum kjama tragedíunnar og trúarlegum
rótum, sem margir nútímamenn em líka
einkennilega glámskyggnir á. Tilvemheim-
speki Aristótelesar kemur hér að meiri not-
um en umfjöilun hans um skáldskaparlist-
ina. Hann segir að þareð hver tegund hafi
sitt rétta og viðeigandi form, og hvert form
hafí viðeigandi hlutverk í tilvemnni, sem
felist í því að fullþroska vem sína, þá sé hið
sérstaka form manneskjunnar skilgreint og
ákvarðað af skynsemi hennar og hyggju-
viti. Með skynseminni grannskoði maður-
inn vitnisburð skilningarvitanna og ákvarði
hver sé vænlegasta leiðin fyrir hann til að
ná endanlegum tilgangi sínum. Samkvæmt
þessari forskrift fylgir athöfn vemnd, og er
jafnvel spuming hvort til geti verið vemnd
án athafnar.
En hvort sem Aristótelesi var það ljóst
eða ekki, þá var athöfnin, sem tragedían
líkti eftir, ekki einhver mennsk athöfn,
heldur goðsögn, og í sjónarmiðju goðsagn-
arinnar var hetjan og fylgdi óumflýjanlegri
athafnastefnu, sem leiddi til neikvæðrar
fullþroskunar, ef svo mætti orða það.
Eitt af forvitnilegum vandamálum trag-
edíunnar, einsog Aristóteles túlkar hana, er
það sem hann nefnir hamartía og Kristján
Amason nefnir „misferli“ í þýðingu sinni á
riti Aristótelesar, Um skáldskaparlistina.
Aðrir tala gjama um „tragískan brest“ eða
„tragíska veilu“. Þegar Aristóteles fjallar
um hina tragísku hetju segir hann: „Það er
sá sem hvorki skarar fram úr að dygð eða
réttlæti né ratar í ógæfu sakir mannvonzku
eða óþokkaskapar, heldur sakir einhvers
misferlis og er í hópi þeirra sem njóta mikils
álits og velgengni Hamartía hefur valdið
talsverðum heilabrotum, að ekki sé sagt
hugtakaruglingi, þareð siðgæðispostular
hvers tíma hafa staðið á því fastar en fót-
unum, að átt sé við einhvem tiltekinn löst í
fari hetjunnar eða eitthvert ódæðisverk.
Þannig hefur því gjama verið haldið fram,
að óhöppin sem dundu á Ödípúsi hafi verið
afleiðing þess að hann banaði föður sínum
í fjallaskarði, en sá verknaður stafaði aftur
af meðfæddu óhóflegu bráðlyndi. Agam-
emnon týndi lífinu afþví hann bakaði sér
reiði Klýtemnestm konu sinnar með því að
fóma Ífígeníu dóttur þeirra í Ális.
Aristóteles bregður ekki frekara ljósi á
hugtakið hamartía, og má kannski í því
gaumleysi greina muninn á heimspeki og
skáldskap, muninn á þeirri sérgildu mynd
siðferðislegrar hughyggju sem heimspeki
hans er dæmi um og þeirri raunhæfu spegl-
un mannlegrar reynslu sem tragedían er.
Því þegar við raunverulega lifum tragíska
atburðarás á leiksviði, þá vaka ekki fyrir
okkur heimspekilegar vangaveltur um eig-
inlegan tilgang mannsins; við skiljum ekki
TMM 1990:3
61