Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Side 66
ingu, heldur einungis uppstillingu og fram- setningu nokkurra djúptækustu þátta mann- legra örlaga. Þegar lögð er áhersla á þessa liði hinna fomu leikhúsverka eiga þau sennilega greiðastan aðgang að nútímamönnum, ekki síst vegna þess að á liðnum 200 árum eða svo hefur jafnvæginu milli einstaklings og samfélags verið hrikalega raskað. Skefja- laus kapítalismi er ímynd einstaklings- hyggjunnar í sinni grófgerðustu, herskáustu og tillitslausustu mynd: hver maður fyrir sjálfan sig án hliðsjónar af náunganum eða velferð samfélagsins. Á hinu leitinu hefur marxisminn víða um heimsbyggðina orðið skálkaskjól afla sem beittu sér fyrir kúgun einstaklingsins og skilyrðislausri undir- gefni við kröfur samfélagsins einsog þær eru gerræðislega túlkaðar af valdamönn- um. Þessi alheimsátök em ein helsta „trag- íska“ þraut aldarinnar og sér enganveginn fyrir endann á þeim, þó sögulegir atburðir hafí átt sér stað í Austur-Evrópu að undan- fömu. Bamalegt væri að gera ráð fyrir því, að tragedían ein og sér fái ráðið bót á ríkjandi ójafnvægi, sem er bein orsök eymdar og óréttlætis um heim allan. Sameiginleg gildi Önnur og kannski ennþá afdrifaríkari þraut þessarar aldar er eyðilegging umhverfisins og hörmuleg stórslys sem orðið hafa og vofa áfram yfir mannkyni. Þessi þraut á rætur að rekja til firringar mannsins frá sínu náttúrlega umhverfi, nauðgunar hans á nátt- úmnni og vægðarlausrar rányrkju á auð- lindum jarðar. Hér er líka um að ræða „tragískan" vanda sem endurómar í hinum fomu leikhúsverkum, því lokatakmark tragedíunnar, sem leita ber hjá áhorfand- anum fremuren hjá kómum, er í því fólgið að fá sömu staðfestingu (að vísu fágaðri, flóknari og þroskaðri) á lífsorkunni og fyrsti maðurinn fékk sem fann samsvömn milli eigin tilvem og lifandi náttúru. Að sjá mannlífið í teikni náttúrlegrar hringrásar, sem þjappað er saman í stutt tímaskeið og túlkað með myndlíkingu, það felur ekki í sér niðmn eða afneitun mannlífsins, heldur þvertámóti endumýjaða viðurkenningu á mikilvægi þess í alheiminum. Hér kemur til skjalanna „hlutleysi“ listar- innar, það sem Nietzsche nefndi „sýnþesu Apollons“, og í þeim skilningi hefur mað- urinn frelsast frá sjálfum sér fyrir tilverknað listar sinnar. I því ljósi verður tragedían mikilvægust allra listgreina: hún þjónar manninum betur en nokkurt annað tjáning- arform. Tragedían á uppmna sinn að rekja til helgiathafna, sem miðuðu að því að gera reynslu og hugsýnir einstaklingsins félags- hæfar. Fyrir bragðið miðlar hún ákaflega sterkri tilfinningu fyrir þeim böndum sem tengja menn innbyrðis og tengja þá sam- eiginlega sínu félagslega og náttúrlega um- hverfi. Persónuleg reynsla og einkaleg sýn einstaklingsins einangra hann frá samfé- laginu, en tragedían dregur hann inní sam- félagið. Þannig er tragedían í ríkum mæli samfélagsleg listgrein, ekki einungis í þeim skilningi að hún krefst samstarfs margs- konar einstaklinga, leikara, kórs, hljómlist- armanna, heldur einnig í þeim skilningi, að endanlegri merkingu atburðarásarinnar er þá fyrst til skila haldið þegar ljósar verða andstæðumar milli skaðvæns einstaklings- vilja hetjunnar og þeirra sameiginlegu gilda og verðmæta sem kórinn færir í orð. Með öðmm orðum felst í sjálfu formi tragedí- 64 TMM 1990:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.