Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1990, Blaðsíða 100
þar til skýr mynd blasir við á endanum. Sem bam upplifir sögumaður þann harmleik að horfa upp á föður sinn fyrirfara sér með því að læsa sig inni í ísskáp eftir að hafa að því er hann heldur, valdið í bræðiskasti og ógáti dauða dótt- ur sinnar. Drengurinn verður vitni að atburð- unum en skilur ekki inntak þeirra. Hann segir hvorki móðurinni frá uppátæki föðurins, né föð- umum frá því að systirin hafi bjargast. Hugur hans er sem ljósmyndavél sem tekur myndiren framkallar ekki. Það er svo hinn fullorðni mannshugur sem löngu síðar og óvænt fram- kallar myndimar. Frásagnarháttur Þrjár af sögum bókarinnar em sagðar í fyrstu persónu eintölu og í tveimur þeirra tekst Svein- bimi vel upp með þá aðferð. Sögumennimir í „Icemaster“ og „Hinu auganu“ leitast báðir við að tjá reynslu úr fortíð sinni sem þeir hafa nýverið öðlast skilning á. Höfundi tekst að ljá þeim báðum persónulega rödd og hinn einlægi og bamslegi drengur sem þó ber þroskamerki þess sem þurft hefur að þola áföll og mótlæti, og hinn óráðni og hikandi vörubílstjóri, eru hvor um sig eftirminnilegar persónur. Sveinbjöm er ekki síður fær um að beita fyrir sig hinum alvitra ósýnilega sögumanni. Honum tekst vel að tjá upplifanir sögupersóna sinna eins og þegar Auður á balli í mjólkurstöðinni kemur fyrir sjónir Jóns Steinssonar svo falleg að það er sárt þegar hún brosir til hans (bls. 28). Sveinbjöm hefur yfir að ráða frásagnartækni sem víða á skylt við frásagnartækni kvikmynd- arinnar. Lýsingamar á aðkenningum Jóns Steinssonar kvöldið sem hann veikist minna óneitanlega á aðferðir kvikmyndarinnar við að koma slíkum upplifunum til skila og sama má og segja um hugrenningar hjónanna þegar minningabrotum bregðurfyrireins og myndum á tjaldi. Auk þess er ekki örgrannt um að áhrifa frá klippitækni gæti í „Icemaster" þegar skipter um tíma og rúm með því að láta suð í ísskáp og hlut er sögumaður heldur á, tengja saman nútíð og fortíð (bls. 156). Sveinbjöm er naskur á að bregða upp litlum lýsandi smámyndum og nota umhverfishljóð til auka á stemmningu. Sem dæmi má nefna keðju- bútinn sem hangir neðan úr tmkki og slæst til í vindinum í upphafi „Stórra brúnna vængja“ (bls. 9), og rúmgorminn sem brakar í þegar Auður kemur til að ná í Jón á sjúkrahúsið (bls. 44). Bygging sagnanna er yfirleitt góð og atburð- imir fléttast smekklega saman eins og þegar Asdís kemur óvænt inn í líf Jóns Steinssonar kallandi nafn hans þegar hún stendur fyrir utan hótelgluggann og kallar á son sinn. Sveinbjöm kann líka að skapa spennu og halda henni. í „Stjömum Cesars“ vekja síendurtekin köll móðurinnar um að drengurinn komi inn að borða, ótta við að hún muni á endanum koma og ná í drenginn og slíta þannig hið forvitnilega samtal hans og gamla mannsins. í „Stómm brúnum vængjum" þegar mæðgin sitja og hlusta á hljóðritun af hinni ósjálfráðu andláts- ræðu Jóns Steinssonar á lesandinn allt eins von á því að helgi þessarar stundar spillist við það að af hljóðsnældunni megi heyra Jón þmgla um framhjáhald sitt. Stíll Viðlíkingar eru eitt helsta stflbragð Sveinbjam- ar. Setningar hans eru víðast hvar stuttar og hnitmiðaðar, lýsingarorðaflaum er þar ekki að finna, en „einsog-ið“ er haft á ferðina á enda. Oft tekst þetta vel en stundum er eins og óþægi- lega verði vart áreynslu höfundarins við að upphugsa viðlflcingar sínar. Þær leiða þá huga lesandans að einhveiju alls óskyldu í stað þess að skerpa þá mynd er höfundur Ieitast við að setja honum fyrir hugskotssjónir. Helst kemur þetta fyrir þegar myndmálið er ekki nógu heil- steypt og líkingamar tengjast illa hver annarri. Sem dæmi um hvemig Sveinbimi tekst á sama stað best og verst til við líkingasmíðina má nefna upphafið á „Stjömum Cesars“: „Regn- þung moldin togaði stjömumar til sín eins og svarthol í geimnum" (bls. 121). Hér er að mínu mati dregin upp smekkleg mynd sem styrkist 98 TMM 1990:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.