Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Page 9
Ijóðskáld okkar inn á mjög vandratað ein- stigi. Það er með öðrum orðum hægt að benda nokkuð örugglega á skýr höfundareinkenni Einars Benediktssonar og eiginlega þarfn- ast þau mál ekki frekari umræðu. Öðru máli gegnir hins vegar um hugmyndaheim kvæðanna, heimspekina og í eftirfarandi hugleiðingum langar mig til þess að kanna örlítið nánar þá miklu vitsmuni sem menn hafa deilt um hvort þar sé að finna, hvers eðlis þeir séu og hvaðan fengnir. F»að er rétt að ítreka það að hér fara ekki fullhugsaðar kenningar, heldur einungis vangaveltur um fáein atriði hinnar vægast sagt afar mót- sagnakenndu heimspeki sem birtist okkur í kvæðum Einars Benediktssonar. Spekingurinn meö barnshjartaö Til þess að freista þess að varpa einhverju ljósi á þennan fljótt á litið sérkennilega hugmyndaheim kvæða Einars er nauðsyn- legt að átta sig á þeim tíma sem hann er uppi og stöðu hans í íslenskri ljóðagerð. Þar stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að Einar Benediktsson er eiginlega stak- steinn í íslenskri ljóðsögu, hann á sér hvorki augljósa fyrirrennara né sporgöngumenn. Þar koma auðvitað til þessi skýru höfund- areinkenni og áðurnefnd huglægni, en einn- ig má rekja þetta til hugmyndalegra þátta kvæðanna. Þetta er merkileg staðreynd og verð íhugunar. Kristján Karlsson, skáld og bókmenntafræðingur hefur minnst á þessa sérstöðu Einars, en nefnt nokkuð óvænt fyrirrennara „sem aldrei verður sniðgeng- inn þegar vér íhugum hugmyndaheim og myndmál Einars. Sá maður er Björn Gunn- laugsson.“5 Ég notaði orðin „nokkuð óvænt“ vegna þess að Bjöm Gunnlaugsson er ekki fyrst og fremst þekktur í okkar sögu sem skáld, heldur sem stjömuspekingur og stærð- fræðikennari á Bessastöðum. Þó orti hann þann fræga bálk Njólu, heimspekilegan flokk þar sem reynt er að fella saman vís- indi og guðstrú í eina heimsmynd og finna tilgang sköpunarinnar eða alheimsáformið, eins og hann kallar það. Njóla naut tals- verðra vinsælda meðal alþýðu, og eitt al- þýðuskáldið sneri því upp á Njólu að allir vildu hana kveðið hafa. Minni hylli naut hún meðal menntamanna, þó ekki megi draga of miklar ályktanir af fremur háðug- legum orðum Benedikts Gröndals um þennan kveðskap, sem hann nefnir hálf- mystíska alheimsdrauma og segir að Njóla sé ómerkileg að innihaldi og smekklaus að formi, enda hafi Bjöm ekki verið annað en mathematicus, eða eins og Benedikt segir: „öll hans heimspeki var tóm mathematik".6 Að öðm leyti talar Benedikt vel um spek- inginn með bamshjartað, eins og Bjöm var kallaður, hann hafi kennt sér að þekkja stjömumar en þar fyrir utan hafí öll kennsla Bjöms verið ónýt. Þrátt fyrir sjálfsagða fyrirvara gagnvart Gröndal, þá er sagt að oft ratist kjöftugum satt orð á munn. Að mínu mati nægir að lesa sjálfan skáldskap Björns til þess að sann- færast um réttmæti ályktana Gröndals, en hér má einnig minnast á eitt skrif hans um skáldskap sem staðfestir þær. A Lands- bókasafninu er varðveitt óprentað handrit, drög að grein þar sem Bjöm bregst mjög heiftúðlega við kvæði fyrrverandi nemanda síns, Jónasar Hallgrímssonar, Móðurást. 7 Það kvæði á sér þá alkunnu forsögu að Jónas yrkir þar upp í kennsluskyni þýðingu góðs vinar Bjöms, séra Áma Helgasonar í Görðum, á norsku kvæði, „Betlersken pá TMM 1991:4 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.