Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 10
Hitters0en“ eftir Conrad Nicolai Schwach. Trúlega hafa Bimi blöskrað hörð orð Jónas- ar í Fjölni um þýðingu séra Ama og hann fundið sig af þeim ástæðum knúinn til and- mæla, þannig að öðrum þræði verður að líta á skrif hans sem málsvörn fyrir vin. Þrátt fyrir það er engin ástæða til þess að ve- fengja að hann gagnrýni kvæðið af fullri einlægni. Hann vill kalla kvæði Jónasar „Tilgerð“, og í stuttu máli má segja að gagnrýni hans sé fyrst og fremst stærð- fræðileg. Honum eru skáldaleyfi Jónasar þyrnar í augum. Hvassasta athugasemd hans í garð Jónasar er til dæmis að hann hafi eitt bam í sínu kvæði í stað tvíbura frum- kvæðisins og þannig smækki hann hetjudáð móðurinnar því allir viti að það sé erfiðara að bera tvö böm en eitt. Tvítog þekkingar og skynjunar Ég hef eytt þessum orðum á Björn Gunn- laugsson vegna þess að ég held að Kristján Karlsson hafi rétt fyrir sér í þessu og vel kann að vera að hægt sé að varpa einhverju ljósi á heimspekilegar rætur margra kvæða Einars Benediktssonar með því að rekja þetta leiðarhnoða aðeins lengra. Gunnar Harðarson, heimspekingur og skáld, hefur í grein um Njólu látið eftirfarandi orð falla: Ætlun höfundarins er að ráða tilgang heimsins af byggingu hans. Ritið telst að þessu leyti til svonefndrarnáttúrlegrarguð- fræði. Meginröksemdirnareru af þeim toga sem heimspekingar kalla „skipulagsrök" og felast í því að líta á það sem virðist skynsamleg skipan heimsins og náttúrunn- ar sem rök fyrir því að einhver hafi komið þessari skipan á, það er að segja Guð.8 Nú er það svo að þeir sem hafa skrifað um guðshugmynd Einars Ben. hafa (að sjálf- sögðu) ekki verið á eitt sáttir um hana. Ýmsir hafa talað um algyðistrú í því sam- hengi, guð og heimurinn verði þar ekki greind að. Guð komi fram í sumum kvæða Einars sem eins konar alveldissál sem ekki verði skilin frá sköpuninni og birtist með táknlegum hætti í hinum skapandi krafti náttúrunnar. Gegn þessu sjónarmiði er hins vegar hægt að benda á fjölmörg kvæði Ein- ars sem votta um fullkomlega hefðbundnar lúterskar hugmyndir um guð og tilveruna, og þótt víða gæti efasemda, má auðvitað taka þær sem umhugsun um trú og er sterk hefð fyrir því í íslenskri bókmenntafræði.4 Þannig má sjá báðum þessum hugmyndum stað í kveðskap Einars Ben. og er það að- eins ein mótsögn af mörgum. Hefð stendur líka í vegi þess að við getum nálgast hugmyndaheim Einars gegnum viðhorf hans til dauðans, eins og stundum er hægt í bókmenntum, þótt hann sé mjög á dagskrá hjá Einari. Almennt séð eru hefðir í Ijóðagerð afar sterkar, en lfklega er þó eftirmælagerðin einna rammast bundin hefðum, svo hafa verður mikinn fyrirvara á því að draga víðtækar ályktanir af erfi- kvæðum skálda um hugmyndir þeirra um dauðann og eilífðina. Við þurfum reyndar tæplega á því að halda með Einar. Ég fæ ekki séð að hugmyndir hans stingi að neinu marki í stúf við viðteknar venjur, enda er engum blöðum um það að fletta að hin lúterska guðstrú er ein af meginstoðunum í hugmyndaheimi kvæða Einars og þrátt fyr- ir þær vangaveltur sem á eftir koma er ég sammála Kristjáni Karlssyni um það að trúin á persónulegan guð hafi verið Einari eiginleg alla tíð og hann aldrei sagt alger- lega skilið við hana á neinu skeiði lífs síns. En rætur hugmynda hans eru miklu fleiri 8 TMM 1991:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.