Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1991, Síða 13
þessu er engin mystík, heldur miklu frekar má segja að kvæði Einars séu draumur um hið gagnstæða, draumur um kerfí. Vísindi eöa guöstrú? Þetta tal um kerfi á skipan mála í veröldinni hlýtur að leiða okkur að þeim spekingi sem 19. aldar menn álitu að hefði komist næst því að koma því á, Georg Wilhelm Friedrich Hegel. Hér er hvorki staður né stund til þess að reyna að útskýra hans mikla heimskerfi, enda stangast hugmyndir kvæða Einars á við það í mikilvægum greinum. f»ó má minna á það að Hegel áleit að heimsandinn (Weltgeist) þróaðist áfram í mótsögnum og þrátt fyrir marga augljósa annmarka á fræðum þessa sérstæða heim- spekings hefur sagan að nokkru leyti sýnt okkur að mörgu vitlausara hefur verið hald- ið fram um þau efni." „Með efa og grun er stofnað vort stríð“ segir Einar í Einræðum Starkaðar og ég hef tilhneigingu til að líta á hana sem eina af mörgum lykilsetningum í kveðskap hans. Er Einar ekki þarna í raun og veru að halda því sama fram og Hegel? Öllu miðar áfram með því að þar takist á vissa eða grunur og svo róttækar efasemdir. Þetta er auðvitað einföldun, en við kom- umst ekki hjá þeim í þessu efni, og allt líf og allur kveðskapur Einars Benediktssonar er auðvitað bullandi í mótsögnum, eins og vikið var að fyrr. Hann er í senn fullkominn sveimhugi en um leið afar jarðbundinn í viðhorfum sínum. Auðvitað fann Hegel ekki upp mótsetningar, en kenning hans um mótsetningar sem knýjandi, skapandi afl minnir ekki lítið á hugmyndaheim margra kvæða Einars. Það gerir líka þessi brenn- andi þrá og þörf eftir kerfi, þörf fyrir það að hlutimir skipi sér í ákveðna röð og reglu.12 Enginn vafi leikur heldur á því að Einar þekkti vel til hugmynda Hegels. Einar Benediktsson dreymdi um full- komnari heim og tvíhyggjan í kveðskap hans er ákaflega spennandi. Hún birtist meðal annars í þeirri skoðun, sem er býsna fyrirferðarmikil í kvæðum hans, að menn skuli ekki binda trúss sitt um of við jarðlíf- ið, þótt ekkert skáld hafi líklega gengið jafn kappsamlega fram í því að benda mönnum á beinharðar leiðir til þess að bæta lífsskil- yrði sín. I staðinn skuli menn leita hins æðri veruleika og sú leit á sér ævinlega grund- völl í því að hann skynjar sig sem hluta af þeirri alheimssál, hinni ógnarstóm lífheild sem spekingar rómantísku stefnunnar fjöll- uðu svo mjög um. Þetta kemur til dæmis fram í merkilegu kvæði sem Einar yrkir til skáldsystur sinnar Huldu, sem hann var einna fyrstur til að meta að verðleikum, en kvæðið segir okkur ansi mikið um hugmyndir hans um skáld- skapinn. Hann byrjar á því að lofsyngja Huldu fyrir hversu náttúruleg og heilbrigð hún sé í kveðskap sínum, kallar hana nátt- úmbam og lofar hana fyrir að leita að sam- hljómi í stað svartsýni og skrúfaðs prjáls sem hann telur greinilega einkenna kveð- skap tímans. Þá er eins og hann gleymi sér, einu sinni sem oftar, og hann fer að skapa hugsýnir. Svo opnast þín sjón eina sorgamótt fyrir sól þeirri er aldrei hverfur í æginn; og upp frá því þráirðu eilífðardaginn með Edenlífsins síunga þrótt. Þá snýrðu þér inn — að þeim æðra heimi augu þín skyggnast í draumanna geimi og alls staðar sérðu að líf er og ljós við línskarir dauðans, — í hrímgluggans rós.12 TMM 1991:4 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.